29.2.2008 | 17:17
Þeim ferst
Ég er vegfarandi sem keyrir oft um Lækjargötu, svo í sumar tók maður eftir því að búið væri að gera óbrotna línu á gotunni. Persónulega geri ég í því að vera á minni hægri akrein, enda er ég oftar en ekki á leið upp Hverfisgötu. Telur framkvæmdastjóri Strætó og löggan að ég skuli vera á vinstri akrein og fara svo í spyrnu við strætisvagninn? Held nú síður að ég ætla mér að gera það. Vagnstjórarnir eru stundum að flýta sér í kaffið að þeir eru oftar en ekki lagðir af stað á rauðu ljósi.
Svo virðist sem leigubilstjórar séu hafnir yfir almenn umferðarlög. Þeir hafa sín biðstæði vð Lækjargötu svo þegar þeir fá akstur, þá fara þeir yfir óbrotna línu og taka svo U-beygju við Lækjargata/Bankastræti. Þeir þurfa auðvita að bíða eftir umferðinni á móti og á meðan kemst engnn framfyrir þá á vinstri akrein. -á svo að banna manni að nota hægri akrein?
Þar sem ég er byrjaður að skrifa um forgangsakreinar, þá er ein á Miklubraut, sem leigubílstjóarar nota jafnramt þegar þeir keyra krakkana sina í skólann...og kaunna ekki að fara eftir umferðarreglum með því að keyra yfir óbrotna línu. Svo eiga þessir bílstjórar að heita atvinnumenn í akstri og þá er ég lika að tala um vagnstjóra Strætó.
Get nefnt dæmi frá því í dag. Gatnamót Lækjargötu og Skothúsvegar, tveir strætóar að beygja inn Lækjargötu og sá fyrri stoppar á stoppustöðinni sem er á horninu og seinni vagninn í humátt á eftir og svo allt stopp. Hann var þar enn þegar grænt var komið á umferðina á móti.
Ég er orðinn þreyttur á þessari frekju og dónaskap, atvinnubílstjóra. Forðast það að gefa þeim einhvern séns og forgang.
![]() |
Forgangsakreinar fyrir strætó og leigubíla ekki til í lögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
humm... ég er nú strætisvagnabílstjóri í aukavinna með skóla.. og get að sjálfsögðu ekki svarað fyrir alla, en einsog umferðarmenningin í dag er er mjög stíft á álagstímum að halda áætlun, því oft er sami vagninn keyrður sem nokkrar leiðir og þarf að vera mættur á hlemm til að breyta um leið og stundum eru aðeins örfáar mínútur gefnar á milli til þess og fer allt kerfið í rugl ef maður er of seinn fyrir, Svo hjálpar ekki þegar fólk virðir ekki forgang sem við eigum útaf biðstöðvunum okkar, má þar nefna á miklubraut sérstaklega. Oft fara hátt í 10 bílar fram hjá manni áður en einhver er svo löghlýðinn að hleypa manni inn. Óttalega mikið um alhæfingar hjá þér. Og varðandi staðsetningar á stöppustöðvum, oft á tíðum alveg við gatnamót, þannig að maður lokar götunni, þá sérsatklega ef það eru 2 eða 3 vagnar í röð. Það er ekkert sem við höfum að segja um, ekki einu sinni Strætó BS hefur neitt um það að segja, það er alfarið í höndum vegagerðarinnar og borgarinnar, við höfum oft kvartað og reynt að koma okkar tillögum á framfæri en þær eru iðulega hunsaðar. Svona er þetta bara... umferðin er bara einsog hún er, fólk verður bara að taka hlutunum með jafnaðargeði, anda inn um nefið og leggja fyrr af stað ;)
Guðmundur H. Jónsson (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 12:20
Guðmundur, ég tel mig vita að vagnstjórar ákveða ekki staðsetningu á stoppustöðvum enda var þeim skrifum ekki beint til þeirra. Vonandi að aðrir lesi þetta blogg lika. Það er rétt að margur bílstjórinn er góður, jafnvel svogóður að sumir þakka manni fyrir þegar maður blikkar á þá og gefur þeim tækifæri á að komast í umferðina. En það er svo með umferðina að allir þurfa fara eftir lögum og tímaleysi hóps eða manna má ekk bitna á samferðarfólkinu í umferðinni.
Varðandi forgang á umferði á Miklubraut, einhver sagði mér að þar sem hámarkshraði þar væri 60km/kst, þá ætti sá forgangur ekki við þar. Persónulega þá reyni ég að búa til bil svo strætó komist þar í gegn EN..ég get ekki stoppað á Miklubrautinni bara sí svona, þá á ég það á hættu að fá einn í skottið hjá mér.
Haffi, 1.3.2008 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.