29.2.2008 | 09:19
Hvað halda þeir?
Heldur stjórn Flugleiða..úps..Icelandair, virkilega að ný sæti bjargi öllu? Hvað kemur næst, stærri matarskammtur? Það sem Icelandair þarf að bjóða uppá er nýjar flugvélar. Þegar maður flýgur með Icelandair, þá ferðast maður með 20-30 ára gömlum vélum. Þó svo að viðhaldið sé gott og bla bla bla, þá eru þær samt sem áður of gamlar.
Engin opinber stefna virðist vera hjá Icelandair um að endurnýja flotann hjá sér. Persónulega ef ég þarf að velja á milli Aeroflot eða Icelandair, þá vel ég Icelandair en ef ég gæti valið Quantas eða Lufthansa, þá færi ég frekar með þeim.
Að vísu voru 4 Boeing 787, vélar í pöntun hjá félaginu en maður efast um að þær fara í rekstur frá Íslandi.
Icelandair hefur undanfarin ár verið stjórnað af einstaklingum sem hafa sína persónulega hagsmuni sem markmið. Þessir aðilar hafa farið í reksturinn með því markmiði að taka úr því fjármagn, þeir kalla það þó fjárhagsleg endurskipulagning.
Það sem Icelandair vantar núna er nýr Sigurður Helgason, bæði þá eldri og yngri. Icelandair vantar einstakling sem hefur framtíðarsýn og er að vinna fyrir félagið og hagsmuni þess.
Kannski getur félagið notið krafta Sigurðar, það er örugglega hægt að hringja í hann, -ætli hann sé ekki með gsm!
![]() |
Ný sæti í vélum Icelandair |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vélarnar eru langt frá því að vera 20-30 ára gamlar.
Jón Pétursson (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 09:35
Öldungurinn í flotanum er TF-LLA, framleiðsluár 1989, það gera 19 ára gömul. Annars eru þær allar frá síðustu öld nema TF-FIV sem er frá 2001.
info frá www.caa.is
Haffi, 29.2.2008 kl. 10:15
Svo ég bæti við upplýsingum þá er vélin TF-LLZ frá árinu 1987 (21. árs gömul) en þessa stundina er hún ekki í rekstri hjá Icelandair, heldur í útleigu. Þetta er vélin sem ætlunin var að nota til að ræna börnum í Chad fyrir nokkru síðan.
Haffi, 29.2.2008 kl. 10:52
"þá ferðast maður með 20-30 ára gömlum vélum."
"Öldungurinn í flotanum er TF-LLA, framleiðsluár 1989, það gera 19 ára gömul."
Haha... fólk sem ýkir svona í bloggum er svo fyndið þegar það er að tuða.
Vélarnar eru langt í frá allar svona gamlar, og eins og þú segir, þá eru flestar vélarnar sem eru orðnar svona gamlar ekki einu sinni í farþegaflugi icelandair...!
Það er nákvæmlega EKKERT að þessum vélum. Nota má það sem notast getur. Nægjuhyggjan greinilega í fyrirrúmi hjá þér :)
Gísli Sigurður, 29.2.2008 kl. 12:28
Þessar 757 vélar Icelandair eru svo gamlar að Boeing er hætt að framleiða þær, eftir að 1050 eintök voru komin í loftið. Það segir eitthvað um þessar vélar.
Haffi, 29.2.2008 kl. 14:20
Boeing 757 eru fínar vélar með flotta flughæfni og er til myndband af þessum vélum í nánast lóðréttu klifri.En ég hef flogið með öðrum félögum sem eru með 757 og er sætabilið miklu betra og rýmra en hjá Icelandair það er bara óþægilegt að fara vestur um haf með þessum vélum hjá þeim en vonandi auka þeir það því að þetta eru þyngri sæti og því hlýtur loadið fyrir takeoff að verða minna á farþegafjölda ekki fara þeir að fækka frakt eða töskum,og pottþétt ekki að auka nýtinguna á afli hreyflana sem eru mjög öflugir því ekki er olían ódýr í dag.
Svo einn svona í lokin varðandi tæknivæðingu flugflotans í framtíðini.
Góðir farþegar velkomnir í flug Icelandair nr 1203 til Halifax við erum nú í 12000 feta hæð og í klifri að 28000 fetum og áætlaður flugtími er 4 tímar og 10 mínútur. Veðrið í Halifax er sunnan 10 metrar á sec og hiti 17 stig og skýjað.
Við viljum minna ykkur á að þetta er fyrsta ferð Icelandair með nopilot kokkpitt og er öllu flugi vélarinnar stjórnað af tölvu og flugumsjónarmanni á jörðu niðri sem flaug hja Icelandair í árafjölda.Farþegar munu fá léttar veitingar á leiðini og munu flugþernur aðstoða og svara öllum spurningum sem upp koma og er það von Icelandair að farþegar njóti flugsins og hafi þægilega ferð.
Icelandair vil að endingu minna á að í þessari vél er ekkert sem getur Bilað ,Bilað, Bilað, Bilað, Bilað ,Bilað,
(ath semd).[siðan sennilega bara parnoia öskur og læti]
Kv Flugmundur
Flugmundur (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 18:30
Merkilegt hvað athugasemdirnar snerta aldurinn á flugvélunum en ekki hvernig félaginu er stjórnað og af hverjum.
Haffi, 1.3.2008 kl. 01:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.