Auglýsing

Þeir eru góðir Starbucks-stjórnendurnir, loka afgreiðslustöðvunum sínum í 3 tíma og fá fyrir það fjölmiðlaathygli sem er betri en auglýsing á prime-time.  Það mætti halda samkvæmt fréttinni að þessir 3 tímar væru eins og rafmagnið færi af Bandaríkjunum í 3 tíma og það væri ekki hægt að fara á önnur kaffihús, nema þá kannsk McDonald´s.

Málið er að Starbucks verður seint talið til gæða-kaffihúsa.  Fréttin er sönnun þess, þar sem valið stóð á milli Starbucks og McDonalds.

Eftir að maður hefur smakkað gæða-kaffi frá t.d Kaffitár, þá sættir maður sig ekki við skolvatnið frá Starbucks.


mbl.is Starbucks lokað í þrjá tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höskuldur Sæmundsson

Nklega, kaffið er óspennandi og beinlínis vont þegar þú skoðar verðið á því...  Hinsvegar er það ranglega gefið í skyn í fréttinni að McDónalds bjóði upp á eitthvað annað en bara venjulegt kaffi.  Ég hef allavega ekki orðið þess var á fjölmörgum ferðalögum mínum vestur.

Höskuldur Sæmundsson, 28.2.2008 kl. 12:31

2 identicon

McDonalds í Hong Kong var með nokkurskonar kaffihúsahorn þar sem hægt var að kaupa kökusneiðar, pönnukökur, vöfflur og hinar ýmsu gerðir af kaffi... ekki bara "venjulegt" kaffi. Kannski það sé það sem verið er að vísa til og á líklega eftir að skjóta upp kollinum víðar ef vel gengur hjá þeim. Fyrr en varir verða þeir komnir í samkeppni við smávöruverslanir og bílasölur

Ókunnug (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband