Dómsdagsspá

Enn og aftur búast frændur vorir Danir við dómsdegi hér á landi. Samt hafa óskir þeirra ekki orðið að veruleika.

Getur verið að Nordea sé að segja þetta, því þeir eru í beinni samkeppni við Islensku bankana varðandi innlán? Maður hefur það nefnilega á tilfinningunni, ef þú getur ekki verið í heilbrigði samkeppni, reyndu þá að skíta út keppinaut þinn.  Nordea er stærri banki en þeir Íslensku en ekki eins vel rekinn. Kreppan í fjármálageiranum er heimsvandamál en ekki bara á Íslandi.

Núna er bara að vona að þessari grein verði svarað af bönkunum og Íslenskum stjörnvöldum, það er kominn tími til að sendiráðin á Íslandi, hugsi ekki bara um að reyna selja skreið til Nigeriu.


mbl.is Nordea: Varað við Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Þetta líkist óneitanlega kosningabaráttunni í BNA.  Þegar frambjóðendurnir hafa ekkert bitastætt fram að færa, þá er farið út í skítkastið: "Kjósið mig af því að hinn er svo vitlaus."

Sigurbjörn Friðriksson, 27.2.2008 kl. 09:53

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mér finnst nú þetta líkjast því sem Hörður Bergmann skrifaði í fyrra í bókinni "Að vera eða sýnast". Þessi bók lýsir nákvæmlega ástandinu á Íslandi. Ísland verður komið á fátækrastyrk innan tveggja ára. Þetta er eins og flugmennirnir tveir som flugu sofandi 25 mílur FRAMHJÁ flugvellinum sem þeir áttu að lenda á. En hjá þeim var bensinið ekki búið svo farþegarnir lásu bara um málið í blöðunum daginn eftir. En Ísland er búin með allt sitt bensín og vel það. Hlýtur að vera notalegt að hálf þjóðin sofi með störnvöldum! Svona mál hafa nú orðið tilefni borgarastyrjaldar hjá öðrum þjóðum. En hér er þetta bara einhvernvegin...ég spái að skrípaleikurinn sé ekki byrjaður fyrir alvöru. það eru margir hagfræðingar komnir út úr veruleikanum eða þeir hafa aldrei vitað af honum. Ég fer sjálfsagt á hausinn út af vöxtunum. Þetta bananalýðveldi hér er með ólíkindum..

Óskar Arnórsson, 27.2.2008 kl. 10:22

3 Smámynd: Haffi

Óskar, ég er ekki alveg sammála þér að kalla landið bananalýðveldi..þar sem bananar hafa ekki vaxið hérna síðan Eden í Hveragerði var og hét, þetta land ætti frekar að kalla þorskhausalýðveldi.

Haffi, 27.2.2008 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband