Kaupmenn þjófagengi

Það tók kaupmennina bara 11 mánuði að ná til sín aftur lækkun á virðisaukaskatti sem átti að vera til hagsbóta fyrir almenning.  Græðgin og frekjan í kaupmönnum var þó þess valdandi að lækkunin fór öll i þeirra vasa en ekki fólksins í landinu.

Þetta vissu allir sem vildu vita, þetta hefur alltaf gerst með þessu hætti.  Kaupmennirnir þola ekki að fólkið í landinu fær vöruna á lægra verði.

Búið er að reyna hafa samkeppni og eru i gildi lög um það, þau lög virðast samt gleymast, sbr. meint verðsamráð Bónus og Krónunnar.

Hvað er til ráða? -Er með þá hugmynd að það ætti að koma samkeppni frá útlöndum, þeas gefa fólki kost á því að versla meira á netinu án þess að það þurfi að borga "tollskýrslugerðargjald" hjá póstinum og puðast alla leið uppá Höfða.

Komum á alvöru kjarabót til landsmanna og höfum samkeppni að utan.

Núna vilja svo kaupmenn með hjálp álfa á þingi fá að selja áfengi hjá sér.  Hvað ætli það þýddi fyrir almennan áfengis neytanda annað en hækkun á útsöluverði.

Nei takk segi ég, þeim er ekki treystandi til þess, þjófagengi, allir sem einn..nema kannski einn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband