Verða vælandi flugfarþegar í sjónvarpsfréttum á morgun?

Gvöð, enn og aftur les maður viðtöl við fólk sem ætlar að hætta að flúga og fara labbandi allar sínar ferðir, sem eftir er.

Fallegt samt af flugmanninum að lækka flughæðina í 1000 fet, þannig að farðþegarnir gætu upplifað sig nær því eins og að vera í bíl á ferð, með rúðuna niðri. Hættan er í raun ekki meiri en það.  Skil samt ekki af hverju flugmaðurinn fór í 1000 fet, kannski stendur það skrifað í POH, en það er amk betra að vera í meiri hæð en eitthvað annað myndi gerast.  Kannski var hann bara umhugað um farþegana, því það er ekki eins kalt í þúsund fetum eins og í 10þúsund fetum.

En ekkert annað gerðist og flugstjórinn var bara cool allan tímann og lenti eins og ekkert væri.

Svo ef einhver veit ekki, þá stökkva fallhlífastökkvarar alltaf úr flugvél á ferð..með opna hurð.

 


mbl.is Flaug með opnar dyr til Hornafjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er ótrúleg þessi fréttamennska í kringum flug. Það má hreinlega ekkert gerast þá er gerð frétt úr því. Áfallahjálp! Hvað er í gangi?

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 21:56

2 Smámynd: Aron Smári

Hvernig væri nú að skora á þessa vælandi konu og láta kvikindið standa við orðin og labba til Reykjavíkur??

Aron Smári, 22.2.2008 kl. 02:27

3 Smámynd: gudni.is

Það er ekki teljandi hætta á ferðum þó hurð opnist þegar flogið er í 10.000 fetum eða lægra eins og í þessu tilviki. Öllu alvarlegar væri ef hurð opnaðist í t.d. 20-40 þúsund feta hæð á flugvél með jafnþrýstibúnaði í farþegarými.

Það munar 18°C á hitastiginu í 1000 fetum og 10.000 fetum. Þ.e. ef að það er til dæmis 10°C hiti í 1000 fetum þá er -8°C í 10.000 feta hæð. Það er þumalputtaregla að lofthitinn lækkar um 2°C fyrir hver 1000 fet sem hærra er farið.

Jafnþrýstibúnaður er samkvæmt öryggisreglum (JAR-FCL) alltaf notaður í flugvélum þegar flogið er í 10 þúsund feta hæð hærra. Þó er leyfilegt að fljúga í 10-12 þúsund feta hæð án jafnþrýstibúnaðar í 30 mínútur í senn.

Flugkveðja // Guðni #4383

gudni.is, 22.2.2008 kl. 05:04

4 identicon

Haffi, Gaui og Aron Smári: Það er meira en að segja það það sem þið eruð að segja. Ég er t.d svakalega flughrædd, flugvélin má ekki hristast þá fæ ég panik kast. Ef ég er að fara til útlanda í nokkra klukkutíma flug að þá þarf ég að taka 2 róandi og 2 stóra bjóra með TAKK fyrir. Gaui? Þú skrifaðir: Áfallahjálp! Hvað er í gangi? Ef þú hefðir lent í þessu sjálfur hefðir þú jafnvel þurft á áfallahjálp að halda. Ég gæti trúað því að þið séuð að vitna svolítið í vélina sem var að koma frá Kanarí og þurfti að lenda á Egilsstaðarflugvelli því hún gat ekki lent á keflarvíkurflugvelli og fólki boðið áfallahjálp. Vinkona mín var í þeirri vél og hún sagði að vélin hafi hrists svo mikið og tók svoleiðis dífurnar að fólk hélt að hún væri að hrapa. Ég hefði sko Þurft áfallahjáp eftir það...það get ég sko sagt ykkur. Og Aron Smári? Hvað meinarðu með þessu: Hvernig væri nú að skora á þessa vælandi konu og láta kvikindið standa við orðin og labba til Reykjavíkur?? Þetta finnst mér asnalegt af þér að skrifa. Ég get alveg sagt það að ég hefði sagt það sama og þessi kona og veistu, ég myndi taka þessari áskorun þinni...ég myndi jafnvel bjóða þér með. Afsakið strákar mínir ef ykkur finnst ég vera með einhver leiðindi en það er ekki ætlunin. Mig langaði bara að láta ykkur vita að það er hræðilegast í heimi að vera flughræddur, svo mikla hræðslu hef ég aldrei upplifað. Pííííís out!

Kolla (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 09:58

5 identicon

Já það er auðvitað ekki gott að vera flughræddur og er í raun eitthvað sem hver og einn verður að díla við. Það hins vegar réttlætir ekki það smásjárauga sem flug er undir. Það að hurð opnist í lítilli flugvél sem ekki einu sinni búin jafnþrýstiklefa er bara einfaldlega lítið mál. Það að flugvél hossist á öldum loftsins er heldur ekki tiltökumál. Flugvél er faratæki og hreyfist eins og önnur farartæki, t.d. bátar og bílar. Stundum töluvert mikið en flugvélar þola það vel. Væng á venjulegri farþegarþotu er hægt að beygja mikið áður en hann brotnar (80° kannski). Það að hætta við lendingu og fljúga annan hring er ekki heldur fréttaefni þvi slíkt er alvanalegt. Manni finnst þetta skrítið. Svo tekur varla nokkur eftir því að það eru tugir árekstra bíla á dag og rétt minnst á það ef dauðaslys verður á vegum landsins sem eru hættulegir og uppfylla nánast enga öryggisstaðla.

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 13:15

6 identicon

Þetta er reyndar allt satt hjá þér Gaui. En ég skil vel þá sem sem voru í þessari vél að hafa verið dauðhræddir þegar hurðin opnaðist! Ég veit vel að það er öruggara að ferðast í flugvél en nokkurn tíman bíl en mér finnst bara eitthvað svo óþægilegt að hugsa til þess að vélin er lengst upp í loftinu og enginn vegur undir... Og ef eitthvað gerist (vélin hrapar) að þá eru miklar líkur á að maður deyji...eða, það finnst mér allavega.

Kolla (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 14:31

7 Smámynd: Haffi

Kolla, ekki er ég að gera lítið úr því fólki sem er ofsahrætt í flugvél er frekar að gagnrýna fréttamenn sem gera sér mat úr því. Til þess eins að magna upp hræðsluna. Flugvélar eru æðislegt tækinundir og hannaðar til að takast á við hina ýmsu krafta sem maður finnur ekki fyrir í hinu daglega lífi á yfirborðinu. Hæð er eins og peningur í banka, því viltu fljúga sem hæst, því það er meira öryggi í þvi. en það er rétt að samkvæmt ISA þá lækkar hiti með hæð, því var flugmaðurinn greinilega að hugsa um þægindi farðþega er hann flaug í 1000 fetum. Stærsti hluti af þjálfun flugmanna fer i að æfa viðbrögð við hinum ýmsu atvikum sem geta hennt í flugi. Nr 1 i þeim æfingum er að halda haus, panikast ekki og gleyma ekki að fljúga vélinni, einmitt það sem flugmaðurinn gerði.

Held að fólk ætti frekar að fara treysta á flugmennina, enda ekkert annað hægt. #2799

Haffi, 22.2.2008 kl. 20:44

8 Smámynd: Aron Smári

Kolla, að sjálfsögðu er þetta fíbblalegt af mér að segja eitthvað svona, en mér finnst bara vera komið gott af þessu fólki sem lendir í svona minniháttar atvikum að henda því í fréttirnar að það hafi haldið að þetta væri sitt síðasta, en sumt fólk er bara þannig að það lifir gjörsamlega á svona Drömu og þarf alltaf að stór ýkja alla hluti.

Flughræðsluna skil ég alveg hjá fólki en ég tel að hún sé að mestu byggð á þekkingarleysi viðkomandi einstaklinga. Fólk pælir ekki í því að það er í öruggustu og tæknilegustu faratækjum sem fást í dag, það eru fagmenn sem sitja þarna frammí og síðan allt annað sem er í kringum vélina til að tryggja öryggi. Flugmenn fljúga vélunum ekki inn í þekkt hættusvæði sem geta skapast vegna veðurs t.d. og þeir vita bara nákvæmlega hvað þeir eru að gera. Og þessar vélar þola alveg ótrúlegt veður. og ef veður er orðið of slæmt þá er til kerfi sem kemur þessum skilaboðum áfram til flugmanna og þá gera þeir viðeigandi ráðstafanir.

Síðan að lenda í flugslysi er ekki bara einhver ein ástæða fyrir því, heldur er það keðjuverkandi röð atvika sem endar í slysi og flugmenn eru þjálfaðir í því að átta sig á því þegar svona keðja fer af stað og slíta hana áður en það verður slys.

Það hefur opnast hurð hjá mér á flugi nokkuð oft, en orðið langt síðan það skeði síðast og síðast þegar ég þurfti að hætta við lendingu var núna síðasta þriðjudag en þá var önnur vél á brautinni sem var of lengi að koma sér útaf. Þannig svona hlutir eru bara að gerast en það er ekkert hættulegt við þá. 

Aron Smári, 23.2.2008 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband