Jón Ásgeir -pæling

Að kveldi föstudags, þá birtist viðtal við Jón Ásgeir á Stöð2, þar sem hann fullyrti að bankarnir væru gjaldþrota, amk ef miðað væri við skuldaálagið sem þeir þurfa að standa undir.  Svo var sagt að viðtalið allt yrði sýnt n.k mánudagskvöld.

Eins og allir vita þá er Jón Ásgeir stór hluthafi í Stöð2 (365 miðlum) og það er ekki oft sem maður sér hann í viðtali sem snýst ekki um fyrirtæki hans eða málrekstur hans fyrir dómi.

Jón Ásgeir er jafnframt stór hluthafi í Glitni og ætti því að vita hvernig rekstur bankans er, hann veit amk meira en ég og kannski er Glitnir á barmi gjaldþrots.  Það er reyndar ekkert nýtt þar sem einn af forverum bankans var Útvegsbankinn sem fór á hausinn.

Alla helgina hafa fréttamenn verið að smjatta á orðum Jón Ásgeirs og í gær sagði einhver sérfræðingur að honum kæmi það ekki á óvart að gengi bankanna myndi lækka er kauphöllin opnar á morgun.  Þá spyr maður sig, hvaða hag hefur Jón Ásgeir á því að bankinn hans myndi lækka í verði?  Sérkennileg fjárfesting það.

En svo fer maður að pæla...getur verið að Jón Ásgeir hafi hag í því að gengi bankanna lækki á morgun? Og hann hafi notfært sér aðstöðu sína sem einn eiganda Stöðvar 2 (þökk sé Ólafi Ragnari forseta Íslands) og talað niður gengið?

Getur verið að Jón Ásgeir hafi gert afleiðusamning og ef gengið fer niður fyrir eitthvað ákveðið fyrir ákveðinn tíma, þá græðir hann? Þá græðir hann, jafvel meira en sem nemur lækkuninni.

Þess er því óskandi að fréttamenn spyrja Jón Ásgeir að þessu, til að fá þetta á hreint.


mbl.is Skuldaálag úr takti við raunverulega stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband