Undir aldri..

Ætli þeir hafi nokkuð verið búnir að ná áfengisaldri, þess vegna báðu þeir bara um peningana en ekki um bjór og brennivín.

En að ræna veitingastað og berja afgreiðslumanninn með kylfu, þá á að taka á þessum mönnum með fullri hörku, það á ekki að sleppa þeim lausum að yfirheyrslum loknum eins og blessuð löggan gerir alltaf, reyndar er það svo í dag, að þó svo þeir séu í haldi, þá sleppa þeir samt.

Legg svo til þegar þessir menn verða dæmdir að hluti af dómnum verður myndbirting.  Maður tekur eftir því að það versta sem þessir menn lenda í er myndbirting, sbr. innkoma í dómssal með lambúshettu eða undir handklæði.


mbl.is Vopnað rán í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Þeir vita að þeim verður ekki refsað, þótt þeir náist. Með þessu aumingjalega réttarkerfi hér á landi með bláeygum dómurum og heimskum þingmönnum mun ekkert breytast. Nema ofbeldið og ósvífnin ið þessi vopnuðu rán mun færast í aukana. Engum verður refsað nema þeim saklausu. Fyrst sem fórnarlömb glæpamannana, síðan sem fórnarlömb heimskra yfirvalda, sem vorkenna glæpamönnunum mun meira en fórnarlömbunum.

Það sem þarf er að herða refsirammann til muna og fleiri tiltök. Hér eru tillögur mínar:

  1. Skipaðir verða nýir dómarar í Hæstarétt sem eru óskyldir stjórnmálamönnum og sem  munu dæma skv. nýjum hertum hegningarlögum og jafnan beita efri refsiramma.
  2. Byggt verði stórt, öruggt fangelsi, sem er nýjung hér á landi, sem á að hýsa ofbeldisdæmda fanga, sem eiga að vera í einangrun í illa búnum klefum og mega ekki hitta aðra fanga. Engin dagblöð, ekkert sjónvarp, ekkert internet. Aðeins fræðandi tímarit, eins og "Executioners Weekly". Ráðnir verða nýir fangaverðir, sem kalla ekki allt ömmu sína, og sem ekki dettur í hug að vingast við fangana. Fólk sem er ekki dæmt fyrir ofbeldi geta verið áfram á Hótel Litla-Hrauni. 
  3. Allir ofbeldismenn verði dæmdir í amk. eins árs fangelsi, óskilorðsbundið. Gróft ofbeldi, þmt. vopnað rán með líkamsmeiðingum, nauðganir o.fl. leiði til amk. 10 ára fangelsis. Ef dauði eða lömun hlýzt af, þá amk. 50 ára fangelsi.
  4. Morðingjar dæmist til amk. 100 ára fangelsis eins og tíðkast í mörgum löndum. Amk. 100 ára fangelsi þýðir að refsingin verður alltaf mikið þyngri en það. Aftaka í grófum tilfellum þar sem 100% sönnun liggur fyrir, gæti komið til tals.
  5. Reynslulausnir og skilorð verða alveg afnumin. Einnig skemmtiferðir og helgarleyfi fanga verði afnumin. Fangar borgi sjálfir fyrir lækna- og tannlæknaþjónustu.

Þetta eru auðvitað draumórar, sem ekki verða settir í framkvæmd fyrr en einhver þingmaður eða einhver skyldur honum/henni verður laminn til óbóta. Þá verður eitthvað gert í málunum, því að þá allt í einu er það ekki bara pöbullinn sem verður fyrir barðinu á glæpamönnum.

Vendetta, 17.2.2008 kl. 12:10

2 Smámynd: Vendetta

Ég vil bæta því við, að samhliða þessu, á að gera mikið meira til að koma í veg fyrir ofbeldi eða vopnuð rán. Það er hægt að gera gífurlega mikið, en mjög lítið hefur verið gert hér á landi i þessu augnamiði (þótt mikið meira hafi verið gert hér en í Danmörku, þar sem vopnuð rán eru vikulegur, stundum daglegur viðburður). Myndavélar á almannafæri er betra en ekkert, en ekki nóg í sjálfu sér. Auka mætti öryggisvörzlu í verzlunum sem verða sennilega rænd, betri aðstaða afgreiðslufólks til að verja sig o.fl. Öll þannig tiltök kosta auðvitað peninga, en mannslíf er mikilvægara.

Og eitt er vert að muna í sambandi við lengri fangelsisdóma, sem dómarar, ráðherrar og aðrir velunnarar glæpamanna skilja ekki: Ofbeldismaður sem situr inni í 20 ár, fremur engan glæp í þjóðfélaginu þann tíma. Hvað mörgum mannslífum hefði getað verið bjargað ef glæpamenn hefðu ekki fengið að losna eftir 1 ár?

Vendetta, 17.2.2008 kl. 12:22

3 Smámynd: Haffi

Vandetta, nú er bara að vona að einhver þingmaðurinn les þetta..Því þetta voru áhugaverðar tillögur

Haffi, 17.2.2008 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband