13.2.2008 | 18:17
Hvar er lögreglan?
Er ég var á leið í vinnu í morgun, keyrandi Miklubraut, sé ég hvar 18 hjóla trukkur kemur akandi frá Bústaðarvegi inná Miklubrautina og vitir menn, farmurinn var vel sýnilegur, þeas ökumaður trukksins hafði ekki fyrir því að fara eftir umferðalögum með því að breiða yfir farminn.
Gaf mér það að þessi bíll væri að koma frá grunni Háskólans í Reykjavík, í Vatnsmýrinni og væri að keyra austur að Hólmsheiði.
Það er lítið mál fyrir lögregluna að stöðva þessi umferðarbrot með því að sitja fyrir þeim á Flugvallarvegi.
Persónulega hef ég verið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þess að ökumenn, -atvinnuökumenn fylgja ekki settum reglum/lögum.
Þeirr ósk er því hér með komið á framfæri að lögreglan gerir eitthvað róttækt í þessu máli, þeas stöðvar þessi lögbrot.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.