10.2.2008 | 14:44
Stýrihópur hvað?
Héldu virkilega einhverjir að það kæmi eitthvað markvert og úppúr skýrslu svokallaðs stýrihóp? Þar sem nefndarmenn voru að skoða naflann á hvor öðrum? Sumir fulltrúar eigenda OR, hafa lýst frat í þennan svokallaða stýrihóp. Sbr. yfirlýsingar sveitarfélaga sem eru hluthafar í OR
Svo orð Svandísar að það ætti að vera lærdómur af þessu öllu saman, ekki fyrir þau sem sitja núna í borginni, hvort sem þau eru í stjórn eða ekki, heldur á lærdómurinn að leggjast á þá sem munu sitja í stjórn borgarinnar á komándi árum.
Orð Svandísar að ætlunin hafi verið að velta við hverjum steini, eru ekki sérlega marktæk. Það bíttar heldur ekki miklu máli hvort Björn Ingi eða Vilhjálmur hætta í pólitík, þeirra menn gefa þeim bara önnur og betri tækifæri síðar. Engar kröfur hafa komið fram um að öll yfirstjórn OR ætti að fjúka og geri ég sem borgari í þessari borg, kröfu um það.
OR á svo ekki að standa í REI-buisness, OR á eingöngu að sjá um þau mannréttindi að borgarbúar fá sitt vatn, heitt og kalt, ásamt rafmagni, á bestu kjörum.
Ef ætlun borgarinnar sé að fara í REI útrás, þá skal hún gera það á öðrum forsendum en gegnum OR.
Það getur velverið að þessi stýrihópur hafi tekist að kasta ryki í augu fréttamanna en ég læt ekki blindast af þessu bulli.
![]() |
Ekki ástæða til að ræða við Vilhjálm og Björn Inga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.