9.2.2008 | 10:51
Þetta gerist ekki betra..
Útflutningur landans verður alltaf fjölbreyttari og fjölbreyttari með tímanum, það er liðin tíð að landinn flutti út saltfisk og sauðfé á fæti. Undanfarið hefur útflutningurinn verið Íslenskt þekking og ál-blokkir.
Landinn hefur í mörg ár flutt inn Norsk- og Kanadísk-hús en með þessari frétt er brotið blað. Íslendingar eru farnir að flytja út hús, Íslenska byggingasögu. Þetta gerist ekki betra, það er hægt að búa til nýjan Laugaveg í sólríku landi, bara að flytja öll húsin út, svo er hægt að byggja þar karaktserslaus hús eins og verið er að byggja í Borgartúni (og mun verða byggt í Vatnsmýrinni ef auðvaldið fær að ráða)
Svo þarf bara að reyna fanga andann í húsinunum í skjóðu, svo hægt sé að flytja andann út. Því andlaust hús er ekki mikils virði.
Þar sem "andinn" er takmörkuð auðlind, þá ætti auðvita að skattleggja hann samkvæmt því, svo ríkið fái nú sitt.
Er strax farinn að hlakka að labba niður Laugaveginn á Costa Blanca í sól og sælu.
![]() |
Safn í Lundúnum vill varðveita Sirkus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.