5.2.2008 | 07:47
Innflytjendur til vandræða
það er greinilegt að Íslendingar eru ekki þeir einu sem telja að þurfa að aðlaga innflytjendur að sínu samfélagi. Í tilfelli Breta, sem vilja halda í biðraðir og hljóðlátar götur, þá á fyrirbærið "fjölmenningarsamfélag" ekki við, reyndar hef ég aldrei fattað þetta orðaskrípi, kannski bara bein þýðing úr ensku og þannig þýðingar eiga svo sannarlega ekki alltaf við.
Annars þá væri ágætt ef ráðherra samfélagsmála, kæmi fyrst til íslands og færi að kenna Íslendingum siði Breta, því við kunnum ekki að fara í biðröð, mikið ónæði af nágrönnum og hrækjum á götu úti, (sérstaklega krakkar sem eru nýbyrjuð að reykja)
![]() |
Vill kenna innflytjendum að standa í biðröðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fjölmenningarlegt samfélag er fínt orð yfir þjóðlaust samfélag sem hinn almenni borgari finnur ekki nokkra samkennd með, því hvorki hann né nokkur annar tilheyrir því samfélagi eitthvað sérstaklega frekar en öðru.
Þjóðerniskennd er bannorð í ríki pólitískrar rétthugsunar (heilaþvottar) á meðan ættjarðarást (patríótismi) þykir afar fínt orð. Okkur er kennt að það sé gott að þykja vænt um landið okkar, en ef okkur þykir vænt um þjóðina okkar, þá erum við skilgreind sem hvað? Nationalistar ekki satt? Og þá á bara eftir að bæta sósíalismanum við og við erum komin með National Sósíalistann, eða Nasistann í þýskri styttingu. Það er svo auðvelt að alhæfa....
Thinktank (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 09:07
Thinktank...skemmtileg hugleiðing hjá þér.
Haffi, 5.2.2008 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.