4.2.2008 | 11:05
Pakk
Helv. pakk þessir bankaræingjar, ætla rétt að vona að hann náist og exin líka og ætla lika að vona að hann fái ekki að ganga í dómsali með lambúshettu, því það er greinilegt að versta refsing sem þessir menn fá eru myndbirtingar af þeim.
Það ætti að vera regla að þegar dómar falla að það komi mynd af þeim seka. Svo almenningur getur varist og forðast þessa einstaklinga.
![]() |
Viðbrögð gjaldkera hárrétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað með að taka upp gapastokkinn á nýjan leik? Eða jafnvel grýtingu að hætti Írana, það væri nú fjör fyrir svona frústreraða kalla eins og þig.
Er annars ekki nóg að menn séu dæmdir sínum dómi í dómsal, þarf líka að henda þeim í brjálaðan múginn (les; menn eins og þig)?
Jonni, 4.2.2008 kl. 11:21
Hey. Ég veit. Þarna er um strák á mínu reki að ræða, strák sem er að hefja lífið og hefur leiðst útá glapstigu fíkniefnaneyslu. Ég veit. Við skulum passa uppá það að ef að hann losar sig úr neyslunni og situr af sér skuld sína við samfélagið þá fái hann hvergi vinnu og verði ofsóttur og hrækt á hann á götum úti þannig að hann leiðist örugglega í sama far, til þess að við þurfum ekki að vera með of mikla nýliðun í vandræðadópistabransanum.
Kommon. Þetta er ekki eins og barnaníð eða nauðgun. Þetta er bankarán. Það er talsvert ólikt. Þú þarft ekki að vara peningana við því að þessi maður gæti nauðgað þeim í dimmu húsasundi.
Hugsaðu nú aðeins.
Ef sonur þinn (sem ég veit ekki hvort er til, segjum bara 9 ára gutti) hnuplaði úr verslun til þess að láta stóru strákana í skólanum fá vöruna (ellegar væri hann laminn), fyndist þér þá ekki rétt að birta mynd af honum á skólavefnum og vara alla foreldra annara barna við því að þetta sé hættulegur strákur. Við gætum líka passað uppá að hann eignaðist enga aðra vini en þá sem hótuðu áður að lemja hann...
Reyndu að setja þig í spor viðkomandi og ættingja hans.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 4.2.2008 kl. 11:41
Þú hefðir komið vel fyrir á miðöldum með kyndil í einni og hrífu í hinni eltandi uppi nornir til þess að brenna................Hann meiddi engan, hefði líklegast ekki gengið það langt að meiða neinn. Líklegast hræddur ungur maður sem kominn er í þannig klandur að hvergi er sól að sjá.
Einar (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 11:58
Jonni, ...þú ert góður í að gera mér upp skoðanir og hegðu. Þetta eru þínar hugmyndir en ekki mínar. Ég sagði í blogginu "að forðast" ekki að ráðast á þessa menn.
j.Einar: það að ógna lífi manneskju með exi er ekkert smámál. Hvort sem það gerist í banka eða á götu úti. Samanburður þinn með 9 ára gutta í bakaríi og neytanda sem skuldar dílernum sínum pening er tvennt ólíkt. Neytandinn hafði alltaf val hvort hann vild byrja að neyta dóps.
Einar. þú þekkir þetta fólk betur en ég greinilega, hann ógnaði fólki og það telst heppni að hann náði ekki að meiða fólk..og skal aftur árétta það sem ég sagði til að "forðast" þessa aðila, það er ekki það sama og að elta fólk uppi. Amk lærði ég það í skóla.
Haffi, 4.2.2008 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.