3.2.2008 | 10:00
Stjónrmálamanna-blogg
Stundum þá fer maður að lesa það sem stjórnmálamenn eru að blogga hérna og maður undrast bullið í þeim, hvernig þeir reyna að snúa staðreyndum sér til hagsbóta. En þeir hafa engan áhuga að heyra sjónamið fólksins í landinu og leyfa ekki að það séu skrifuð komment á bloggið þeirra.
Undarlegir stjórnmálamenn þetta sem vilja ekki heyra rödd kjósenda hér á landi.
Stjórnmálamenn réttlæta fyrir sjálfum sér að þeir þurfi alltaf svo langt frí, jólafrí, páskafrí og sumarfrí, því þeir þurfa að fara í kjördæmið sitt og heimsækja kjósendur sína. Ég er nú úr henni Reykjavík en rakst ekki á einn einasta þingmann í jólafríinu sem gaf sig á tal við mig, frétti reyndar af einum á Kanarí..veit ekki alveg í hvaða kjördæmi sú eyja tilheyrir.
Legg til að þessi margra vikna frí þingmanna verði aflögð og þeir noti tæknina í báðar áttir, ekki bara til að koma sínum skoðunum á framfæri heldur lika til að hlusta á kjósendurna.
Skal þó að lokum benda á að þetta eru ekki allir þingmenn sem eru svona, bara monthænurnar, það eru nefnilega til þingmenn sem hlusta á rödd fólksins.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.