1.2.2008 | 20:37
Döö..Af hverju?
Er ekki alveg að ná þessu, maðurinn vann fyrir Íslenska og Norska friðargæsluliða og fékk ekki hæli í Noregi en fékk það svo hér á landi.
En af hverju þurfti hann að fá pólitískt hæli? Gat maðurinn ekki bara farið í sama ferli og allir hinir, fundið sér vinnu, fengið sér atvinnuleyfi..verið hérna í 7 ár og sótt um Íslenskan ríkisborgararétt. Það fyrsta sem maðurinn gerir eftir að hann frétti að hælisveitingunni, var að hringja í konu sína og er hún lögð af stað til landsins ásamt barni þeirra.
Í fréttum var talað um að hann óttaðist líf sitt þar sem hann byggði yfir upplýsingum um málefni sem gætu komið að góðum notum í borgarastríðinu á Srí Lanka. Er sannfærður um að öll sú þekking sem hann býr yfir í dag og hefur hernaðarlegan tilgang er að löngu úrelt eftir 2-3 ár.
Er ekki einfaldlega pólitískur óþefur/fnykur af þessu máli. Þar sem hann var að vinna fyrir sveit sem er á vegum utanríkisráðuneytisins, þá fékk hann silkihanska-meðferðina.
Hver borgar svo brúsann?
![]() |
Fékk hæli á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
það er enginn búinn að fá pólitískt hæli síðan 1999. er ekki kominn tími til að við hjálpum einhverjum?
Margrét Ingadóttir, 1.2.2008 kl. 21:41
Islenskur borgari-þú ættir þu að þekkja það lifir í sama graut og ég.
Svo nafnlausa mær, snýst þetta um tíma? Er það ekki hjálp fyrir hann að gefa honum tækifæri á að vera hér á landi og svo getur hann sótt um ríkisborgararétt eftir 7 ár eða eitthvað?
Haffi, 2.2.2008 kl. 07:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.