31.1.2008 | 07:52
Undarlegt að kvarta yfir þessu
Það er vitað mál og undrandi að lög frá Alþingi skuli gerð þannig að það séu engin refsiákvæði í þeim. Það sem er þó undarlegt er að kráareigendur sjálfir skuli kvarta yfir því að engar refsingar skuli vera fyrir hendi ef reykt er.
Núna þurfa þingmenn að skrifa nýja grein í lögunum og setja góðar refsingar fyrir að reykja á skemmtistöðum, þannig að eigendurnir þurfa að blæða fyrir að leyfa fólk reykja hjá sér.
Staðan er sú í dag að loksins er hægt að fara út á lífið, án þess að drepast úr reykjasvælu. Það sem verst er er okrið á áfenginu hjá kráareigendum. Þeir ættu frekar að reyna draga úr álagningunni hjá sér, stað þess að eyða kröftum sínum í reykingabannið.
![]() |
Kráareigendur leyfa reykingar í mótmælaskyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Álagningin hjá þeim er tilkomin vegna reykingabannsins.
Sandra (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 08:18
Í Þýskalandi tóku nokkrir reykingamenn sig til og keyptu eina krá, stofnuðu "reykingaklúbb" og hann er til húsa í kránni, en það er stranglega bannað að hleypa "no smókers" inn. Þú verður semsagt að vera reykingamanneskja til að verða meðlimur í klúbbnum, og sýna klúbbskírteini til að komast inn.
Ef klúbbfélagi síðan hættir að reykja er honum meinuð aðganga. Eins verður starfsfólkið að vera reykingafólk.
Mjög lógískt, svo að þeir sem ekki reykja eru ekki í heilsufarshættu, og þurfa ekki að þola pestina. En þeir sem reykja geta áfram farið á pöbbinn og fengið sér bjór og sígó. Þetta er að mínu mati jafnrétti.
ragga (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 11:35
Haha já Sandra. Það var einmitt svo lítil álagning hjá börum fyrir reykingabannið.
Fröken M, 31.1.2008 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.