25.1.2008 | 00:19
Skandall
Að svona skrílslæti hafa verið látin óátalin og að smáfólkinu hafi ekki strax verið hent út. Þar sem þau lögðu stein í götu lýðræðis með gjörðum sínum. Reyndar voru þetta ekki eintómir krakkafífl, því það sást nú í krullurnar á móðir fyrrum borgarstjóra. Hún hefur verið að sýna stuðning sinn í verki. Múgsefjunin var svo rosaleg að ég er sannfærður um að stór hluti fólksins hafi ekki vitað hverju það var að mótmæla.
Orð Margrétar í fréttum var svo mikill ósómi, þar sem hún var í skýjunum yfir óstjórninni. Það er greinilega það sem hún vil. Ættir að skammast þín Margrét.
Það er greinilegt að stjórnmálamenn í ráðhúsinu eru ekki skömminni skárri en stjórnmálamenn á Alþingi..hvað þá heldur fyrrum stjórnmálamaður sem situr núna á Bessastöðum, sem er farinn að haga sér eins og Kóngur með blátt blóð í æðum.
![]() |
Harma framferði ungliðahreyfinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.