24.1.2008 | 00:14
Leikskólaborg
Þetta var nú ekkert nema krókur á móti bragði, leikflétta Sjálfstæðisflokksins og Ólafar. Sama trix og meintur skattsvikari hann Björn Ingi í nýju fötum keisarans. En auðvita gera krakkarnir (limir ungliðahreyfinganna) eins og fyrir þeim er lagt og mæta í hádeigishléinu með nestið sitt til að mótmæla einhverju sem foreldrar(forustumenn X-listans) þeirra sköpuðu sjálf.
Held reyndar að orðið "félagshyggjuöfn" sem er frá því á dögum Stalins, sé mest nauðgaða orðið í pólitík. Var það ekki stefna "félaghyggjuaflanna" að skattpína borgaranna í topp? Þessi svokölluð F-öfl, hugsa jafnframt bara um sinn rass en ekki um hagsmuni heildarinnar. Ætlar Margrét virkilega að auka á upplausnina með því að fella stjórina ef Ólafur fær flensu?
Margrét, skal benda þér á að það eru svo sannarlega ekki hagsmunir borgarbúa sem þú varst kosin til að gæta. Og að ef það verður einhver upplausn út kjörtimabilið, þá er það vegna þess að þú ert að skapa hana.
Svo er bara vonandi að það verða sætaferður úr leikskólum borgarinnar, svo einhver mæti nú örugglega á þennan skrípaleik
![]() |
Ungliðahreyfingar tjarnarkvartettsins" gefa út sameiginlega ályktun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hefði Ólafur ekki átt að vera viss um að hann hefði stuðning sinna varamanna í stað þess að gera ráð fyrir að allir hefðu sama valdaglampann í augum?
Hann hefur nú ekkert staðið sig neitt stórkostlega í þessum umræðum, virkar hálf-kjánalegur þarna á kantinum með lítið fylgi og enn minni stuðning.
P.s. gaman að sjá gömlu þreyttu tugguna um skattpíningu borgaranna, ég sé að áróðurinn hefur virkað á þig.
Anna, 24.1.2008 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.