21.1.2008 | 15:40
Feldi hann tár?
Spurning hvort Björn Ingi hafi tekið með sér Kleenex box, svona til öryggis ef hann þyrfti að fella nokkur tár, svona til að fá samúð forustunnar.
Annars er forustan i klipu, flokkurinn hefur ekki marga menn í borgarstjórn, reyndar bara einn og það er Björn Ingi, þannig ef hann fær ekki stuðning flokksins, þá missir flokkurinn völdin í borginni.
Mín skilaboð til Björns Inga, endilega hættu bara i borgarpolitík, þín verður ekki saknað og gamalmenninn af elliheimilum borgarinnar sem voru plötuð til að setja X við B, munu ekki kjósa þig aftur.
![]() |
Flokksforustan stendur að baki Birni Inga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk fyrir þitt innlegg í annars mjög málefnalega umræðu. Þú er gull af manni, það skín í gegn. Haltu áfram á sömu braut, beittur en jafnframt málefnalegur og sanngjarn og laus við sleggjudóma :)
Denny Crane, 21.1.2008 kl. 15:56
Denny Crane, þú þarft greinilega að fá lánað Kleenex-boxið hjá vini þínum.
Haffi, 21.1.2008 kl. 17:10
Hvernig dettur þér í hug að Bingi hafi hugsað sér að hætta í borgarpólitík? Hann ætlaði bara að hætta í Framsókn, hann gefur völdin ekki eftir svona auðveldlega.
Egill Óskarsson, 21.1.2008 kl. 18:00
Egill, datt það ekki í hug enda bað ég hann um að hætta i borgarpólitik. Annars sýnir þetta hvað kosningalög eru fötluð hér á landi, þar sem fólk kýs flokka en ekki fólk.
Haffi, 21.1.2008 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.