Bankar með nýtt útlit!

SparibankinnÞegar ég var að henda ruslpóstinum sem streymir óstöðvandi um bréfalúguna hjá mér þá rakst ég á þessa auglýsingu frá Sparisjóðnum.  Horfði strax á myndina af hamingjusamri stelpu með Colgate-bros og las textann að hún hlakkaði geðveikt til þess mánaðarlega, þá bjóst ég við að það væri að auglýsa nýja tegund af Íbúfen.  Varð því frekar undrandi að sjá ekki Actavis-logo í horninu.

Var því ekki að grípa þessa auglýsingu, enda hlakkar manður ekkert endilega til mánaðarlega.

KaupþingSvo er Kaupþing að auglýsa, frægar eru auglýsingarnar með ónefndum Breskum grínista. En þeir auglýsa líka heimagerðar auglýsingar. Þar sem kaffibollinn og Colgate-brosið kemur við sögu.  Persónulega er ég ekki sérfræðingur í Auglýsingum en ég spyr, eru komnir nýjir sérfræðingar í ímyndunarfræðum til starfa hjá þeim sem framleiða auglýsingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband