19.1.2008 | 11:25
Föt keisarans
Fréttamenn ættu að fara skoða klæðnað stjórnmálamanna betur, hvort þeir eru klæddir í 3 fyrir 2 föt frá Dressman eða Armani frá Sævari Karli jafnvel Karen Miller. Það væri hægt að hafa þátt um það í sjónvarpinu í stað þess að sýna beint frá "eldhúsdagsumræðunum"
Samkvæmt fréttinni segir að flokkurinn hafi þurft að borga og þá veltir maður því fyrir sér hvort þetta séu félagsgjöld famsóknarmanna sem fara í fatakaupin. Persónulega þá efast ég um það.
Þannig er að alþingismenn samþykktu á sínum tíma framlög ríkisins (skattgreiðenda) til stjórnmálaflokka og nema þessi framlög nokkur hundruð milljónum króna á ári. Peningur sem væri betur varið í t.d heilbrigðisþjónustuna. En þegar þingmenn eru að dæla pening í sjálfa sig, þá eru þeir rausnarlegir.
Núna sér maður í hvað fénu er varið. Virkilega illa farið með opinbert fé og þessum ólögum ætti að breyta, geri þó ekki ráð fyrir því að þessir 63 sem sitja á þingi hafi þroska til þess.
Svo andsvar Björns Inga, sýnir vel á hvaða pólitíska IQ stigi hann er. Ætli það séu uppþornuð tár á bréfinu sem hann sendi?
Svei-attan stjórnmálamenn, þið eruð valdir til að ráðstafa almannafé en sólundið því svo í hégóma fyrir ykkur sjálf.
![]() |
Gagnrýnir fatapeninga framsóknarmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.