13.1.2008 | 18:42
Val kjötætu
Óháð því hvort klónað kjöt sé hættulaust eður ei, þá ætti þetta frekar að vera spurning um að gefa neytendum kost á upplýstu vali, hvort það vilji kaupa klónað kjót eða hefðbundið kjöt.
Það vantar sárlega að merkja umbúðir matvæla þannig að hægt sé að sjá hvaðan innihaldið kemur og hvernig það er framleitt, það er helsta neytendaverndin sem vinna þarf í.
Ekki dugar að segja að vara komi frá EU landi, það þarf að vera nákvæmara í ört stækkandi Evrópusambandi.
Nátturusinnar innan EU, ráðleggja fólki að borða ekki Þorsk, þar sem Þorskur er í hættu í Norðursjó en hann telst ekki í hættu við strendur Íslands, því þarf það að vera alveg augljóst hvaðan fiskur kemur.
![]() |
ESB: Kjöt og mjólkurafurðir klónaðra dýra skaðlausar mönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því, það er fjárhagslega óhagkvæmt að framleiða klónað kjöt. Og núverandi vísindamenn telja að það muni ekki breitast með frammtíðinni.
Pétur Eyþórsson (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.