13.1.2008 | 13:34
Sigurður Kári, hvað segir þú nú?
Sem rök við áfengisfrumvarpinu, talaði Sigurður Kári um hvernig hann upplifði áfengismenningu á ferðalögum sínum til annarra landa. Hann hefur greinilega ekki skoðað heilbriðgiskostnaðinn í þeim löndum.
Það er ekki á bætandi að koma með aukið áfengisvandamá á yfirhlaðið heilbrigðiskerfi sem er líka í fjárhagssvelti.
![]() |
Drykkjusiðir Íslendinga orðnir meinlausari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef bloggið hefði verið komið þegar bjórinn var leyfður, þá hefðir þú mjög líklega sett sömu færslu inn.
En staðreyndin er sú, að aukið aðgengi er ekki að auka áfengisvandamál í landinu.
Að nákvæmlega sama skapi jókst ekki áfengisvandamál í landinu þegar bjórinn var leyfður, heldur þvert á móti, varð áfengisneyslan betri, eins og bent er á í þessari frétt.
Það að færa léttvín og bjór í matvöruverslanir, hefur að mínu mati engin áhrif á fjölgun áfengisvandamála.
Því eins og allir vita, þeir sem vilja drekka alla daga, þeir gera það, burtséð frá því hvort áfengið er í ÁTVR eða Bónus.
Ingólfur Þór Guðmundsson, 13.1.2008 kl. 14:09
Skv. grein læknisins hefur hefur heilsufarslegum vandamálum tengdum áfengi hér á landi snarfækkað á sama tíma og neyslan hefur aukist um ríflega 100%.
Ég get ekki séð hvernig þessi niðurstaða mæli gegn því að við tökum næsta skref í að þróa áfengismenningu hérlendis í átt að sjálfsögðu frelsi.
Skrítið þetta lið sem heldur að forræðishyggja sé lausn allra mála.
Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 14:19
Það er nákvæmlega alrangt hjá Ingólfi Þór að áfengisvandinn á Íslandi hafi ekki aukist með tilkomu bjórsins og ekki heur áfengisneyslan orðið hótinu betri. Það þarf ekki annað en ganga um miðbæ Reykjavíkur og fylgjast með fréttum til að sjá að svokölluð ,,vínmenning" hefur versnað hér á landi síðustu árin. Og við skulum ekki gleyma að áfengisvandamál er heilbrigisvandamál sem bæði er mjög alvarlegt og samfélaginu dýrt.
Jóhannes Ragnarsson, 13.1.2008 kl. 14:21
Ingólfur Sala á bjór var ekki dæmi um aukið aðgengi að áfengi. Öll rök benda til þess að aukið aðgengi að áfengi, veldur aukinni neyslu. Tökum t.d Danmörk þar sem unglinga/barna fyllerí er stórkostlegt vandamál. -heilbrigðisvandamál, sem maður tekur ekki eftir sem ferðamaður
Haffi, 13.1.2008 kl. 15:06
Nú hef ég búið síðustu 5 ár í Danmörku, og verð þarafleiðandi að segja, að unglingafylleríið sem þú nefnir er ekki meira hér en er á Íslandi.
Að mínu mati er unglingadrykkja hlutfallslega miklu meiri og verri á Íslandi en nokkurn tímann í Danmörku. Hvernig getur það stemmt við það, að meira aðgengi hafi áhrif til vaxtar aukinnar neyslu ??
Drykkja í aldurshópnum 16-20 ára er töluvert meiri í DK en á Íslandi, ég viðurkenni það. En hóparnir þar undir, drekka meira á Íslandi. Hvað sem öllu aðgengi líður. (Mjög svipað og á Grænlandi)
Fólk sem hélt á sínum tíma að með því takmarka áfengiskaupa aldur við 20 ár, væri það að "fresta" því að unglingar myndu drekka, hefur ekki tekist ætlunarverk sitt.
Hversvegna er það ? Aðgengið er töluvert minna að áfengi á Íslandi en annarsstaðar, og áfengiskaupa aldur er töluvert hærri en gengur og gerist í Evrópu !
Það fólk sem hefur talað um að slæmt væri að færa áfengisaldurinn niður í 18 ár, myndi hreinlega eyða út æsku landsins, hefur augljóslega aldrei farið til annarra landa (enda 18 ára takmörkun í 70% af heiminum líklega).
Að sama skapi, þeir sem mest bölsótuðust yfir því að bjórinn yrði leyfður, "og að farið yrði að bjóða bjór í stað kaffis í kaffiboðum" , sem bölsýnismenn eins og Steingrímur J. sögðu, hafa engan veginn ræst.
Nú erum við 20 árum seinna komin með sömu stöðu, nema bara í sambandi við áfengi í stórverslanir. Það er ennþá til fólk sem heldur að þjóðin leggist á hliðina í drykkju ef bjórinn verður í Bónus.
Reynum að róa okkur aðeins í dómsdagsspánum og bölsýninni sem alltaf virðist einkenna forræðishyggjuna.
Ef bjórinn fer í matvöruverslanir, þá get ég sagt strax, að það gerist ekkert í samfélaginu. Hugsanleg aukning fyrsta árið, en þar eftir, nákvæmlega sama salan á bjór (á heildina litið) og hefur verið síðustu árin.
Kveðja
Sjallinn í Odense
Ingólfur Þór Guðmundsson, 13.1.2008 kl. 18:13
Ingólfur ekki ætla ég að spila mig sem sérfræðing í þessum efnum en ég er nokkuð læs og hef lesið það sem sérfræðingar hafa sagt um þessi mál, það er nefnilega algerla óumdeilt að aukið aðgengi að áfengi veldur aukinni neyslu og því um leið auknum kostnað fyrir samfélagið.
Haffi, 13.1.2008 kl. 20:03
Mér virðist þessi málflutningur Ingólfs byggjast einna helst á víndýrkun og lítill skilningur á heildarmyndinni vera að baki.
Fyrsta lagi er þetta frumvarp óþarfi þar sem aðgengi er orðið afar gott (sbr. lista þinn hérna að ofan)
Öðru lagi hefur þetta aukna aðgengi valdið því nú þegar að neyzla hefur aukist um 39% síðan 1991. Bein afleiðing fleiri útsölustaða og víðari opnunartíma. Hún hefur ekki aukist bara hjá fólki sem er komið yfir tvítugt heldur á öllum aldri.
Þriðja lagi snýst þetta frumvarp ekkert um frelsi einstaklinganna. Þetta snýst um að koma allri áfengisverslun ríkisins yfir á hendur fárra auðmanna. Fylla vasa þeirra en frekar.
Mér finnst ómálefnalegt að bendla andstæðinga frumvarpsins við siðapostula eða alkóhólista því bláköld staðreyndin er sú að aukin meðaltalsdrykkja á hvern haus í þjóðfélaginu kostar samfélagið gríðarlegt fjármagn á mjög mörgum sviðum þess.
Svo Ingólfur, prófaðu að taka tilfinningarnar úr myndinni, kynna þér rannsóknir og málefnalegan flutning kommatittanna (sem eru úr öllum flokkum þar sem þetta er þverpólitískt mál) annars vegar og rökleysuna sem flutningsmennirnir halda fram hins vegar. Byrjaðu t.d. hérna.
Páll Geir Bjarnason, 14.1.2008 kl. 04:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.