12.1.2008 | 08:25
Laun heimsins er vanþakklæti
Skondið og líka sorglegt þegar fólk ætlar sér að skila gjöfum en það sýnir samt ekki manndóm i að skila gjöfinni til þess sem gaf gjöfina, heldur til annars aðila sem kemur málinu ekkert við.
Í stað þess að gleðjast yfir gjöfinni og reyna nota hana við tækifæri. Það getur t.d drukkið kaffið úr henni þegar það er að borga reikninga í netbankanum heima hjá sér.
Svo er það umhugsunarefni bankans hvort hann ætti ekki að skipta um lit og vera alltaf í nýjstu tískulitunum, þannig að viðskiptaviir hans vilji eiga gjafirnar frá honum.
Það var þannig að jólin 2007, gaf KB banki forlátan brauðpoka líka frá Stelton ef ég man rétt. Sem olli því að fólk var vælandi í lesendadálkum blaðanna um hvað gjöfin væri ömurleg, í stað þess að gleðjast yfir því að hafa fengið gjöf. En þetta væl frá nokkrum aðilum var þess valdandi að bankinn hætti að gefa almennum viðskiptavinum jólagjafir. -Eitthvað sem Glitnir ætti kannski að gera líka.
Annars er Stelton með margar fallegar vörur sem enginn ætti að vera ósáttur við.
![]() |
Jólagjöf Glitnis of rauð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ég fékk brauðpoka frá Kb banka hann er notaður heima hjá mér að vísu ekki undir brauð , heldur notar frúin hann undir prjónadótið sitt
Jón Gunnar (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 10:44
Vanþakkæti er rétta orðið,að fólk skuli ekki skammast sín
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 12.1.2008 kl. 14:49
Glitnir gaf ekki almennum viðskiptavinum könnu, bara þeim sérstöku ;)
karl (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 15:31
Karl, þú vonandi fyrirgefur, þar sem ég er ekki á gjafalistanum hjá Glitni. -gaf mér þetta bara
Haffi, 12.1.2008 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.