Dónalegt -eða ekki?

Maður fer að velta því fyrir sér hvort það er einhver nefnd á Umferðarstofu sem sér um að vela hvort orð séu dónaleg eða ekki.  Er það svona eins og mannanafnanefnd?  Það er reyndar ekkert dónalegt við að vera gay eða með HIV og tel að þar sé Birna Þórðar, sammála mér.  Þetta er bara hlutskipti sem enginn hefur valið sér og jafnvel enginn óskar sér heldur.

Það væri gaman að vita hvaða númer hafa verið flokkuð sem dónaleg, er t.d númerin FIB 01 eða CIA 01 dónaleg? Tel ekki svo vera en þau eru amk ekki sérlega þægileg, amk geta valdið vandræðum.

Svo er það spurning er nefndin bara búin að banna ensku nöfnin, hvað með öll íslensku orðin og öll pólsku orðin, því auðvita verðum við að gæta að mannréttindum í fjölmenningarþjóðfélaginu á Íslandi. -Bara að pæla!

Svo að lokum númerið GAY 17, er það ekki frekar GA Y17?  Ekki það að ég hafi séð mörg ný númer en ef ég man rétt þá koma 2 bókstafir..bil og svo x3 bók- og tölustafir.


mbl.is Blátt bann við dónalegum bílnúmerum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband