15.12.2007 | 08:16
Útlendingar!
Samkvæmt fréttinni þá voru þetta Pólverjar að drekka sig fulla á leið til síns heima. Merkilegt að það skuli hafa verið notað orðið útlendingur en ekki nýbúi, erlent vinnuafl eða eitthvað annað nýyrði. Það er greinilega ekki sama um hvað fréttin er, hvaða orð er notað yfir það fólk sem er ekki fædd hér á landi.
En auðvita var þetta rétta orðið, útlendingar. Þar sem þetta eru útlendingar af hverju eiga þá skattgreiðendur að kosta til kennslu í Íslensku, kostnað vegna heilsugæslu og annan kostnað.
Er ekki eðlilegast að þau fyrirtæki sem sjá sér hag í því að ráða til sín erlent starfsfólk, það kosti til þessa þjónustu en ekki skattgreiðendur.
![]() |
Fríhöfnin lokuð vegna 300 fullra útlendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað ertu að tala um? Heldurðu að útlendingar sem vinna hérna borgi ekki skatta?
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 08:40
Fordómar og fáfræði haldast oft í hendur eins og þetta blog innlegg sýnir. Hvernig datt þér í hug að erlent vinnuafl greiddi ekki skatta?
Örvar Atli Þorgeirsson (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 12:22
Örvar: Einhversstaðar heyrði ég nú að ef útlendingar koma og vinna fá þeir skattinn endurgreiddan ef þeir eru farnir aftur innan ákveðins tíma.
Jónas (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 14:29
Allt frá miðju síðustu öld (og jafnvel fyrr) hafa útlendingar komið til landsins til að vinna og lifa. Þeir urðu að borga fyrir sitt nám og bíða sinn tíma eftir að fá ríkisborgararétt. Þeir urðu að hafa fyrir sínu. Ekkert nema gott um það að segja.
Í dag er það þannig að hið opinbera þarf að borga allt, svo að einkaaðilar sem óska eftir fólki þurfa ekki að borga og græða þvi meir. -undarlegt skipulag það.
Varðandi það að útlendingar borga skatta! Þá er það ekki endilega svo, sumir eru skattlagðir í sínu heimalandi. Ef svo vill til að viðkomandi borgar skatta, þá eru þær fjárhæðir fljótar að fara, ef viðkomandi t.d lendir á spítala, vegna vinnuslys. Margur er ótryggður og hafa ekki rétt á greiðslum frá hinu opinbera þar sem viðkomandi hefur ekki verið hér það lengi.
Heilbrigðisþjónustan er í dag með fullt af ógreiddum reikningum frá útlendingum sem geta ekki borgað fyrir þjónustuna, en sem betur fer er því fólki ekki neitað um þjónustu, eins og í sumum löndum.
Haffi, 15.12.2007 kl. 14:32
Útlendingar í vinnu á Íslandi fá ekki aðgang að ókeypis heilsgæslu fyrstu 6 mánuðina. Til að fá atvinnuleyfi þurfa þeir að sýna sjúkratryggingu, sú sjúkratrygging er oft greidd af vinnuveitandanum. Þannig að fyrstu 6 mánuðina greiða útlendingar fulla skatta en fá aðeins hluta af opinberri þjónustu.
Sama gilti um mig eftir 7 ára dvöl í Danmörku. Ég var ekki tryggður hérna fyrst 6 mánuðina vegna þess að ég greiddi skatta í Danmörku meðan á þeirri dvöl stóð. Finnst mér þetta kerfi bara nokkuð sanngjarnt.
Örvar Atli Þorgeirsson (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.