12.12.2007 | 19:36
Hallllló stjórnvöld á Íslandi -Inibjörg Sólrún!!
Merkileg tilkynning frá sendiráði Bandaríkjanna, kannski fengu þeir ekki rétta þýðingu á blogginu eða þeir hafa fallið á PISA-könnun varðandi að skilja það sem þeim lásu. Málið snýst ekki um þessar 3 vikur yfir 90 daga sem Erla Ósk var í landinu á síðustu öld í óleyfi. Málið snýst um framkomu stjórnvalda USA í hennar garð. Hvernig komið var fram við hana eins og Gvatamo-fanga. Þar sem réttindi hennar samkvæmt ályktunum SÞ voru brotin.
Auðvita getur Erla Ósk sent þeim kvörtum, sem er skráð og ætli hún fái ekki enn verri meðferð næst er hún vogar sér til USA.
En það er Ingibjörg Sólrún sem á að skamma sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, fyrir ömurlega meðferð sem þeir beittu saklausum Íslenskum ríkisborgara. Það versta er að þetta er ekki eina tilfellið, amk veit ég um annað svona tilfelli sem gerðist á þessu ári og var það svipað, fangelsi og járn.
En mun Inibjörg Sólrún, verja þegna sína gagnvart fasískum stjórnvöldum í Bandaríkjunum? -Geri ekki ráð fyrir þvi. -Af hverju ekki? Jú, vegna þess að Íslensk stjórnvöld eru að reyna komast í Öryggisráð SÞ, það gagnlausa ráð. Ekki vill hún ögra USA stjórnvöldum.
![]() |
Tjáir sig ekki um einstök mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er rétt, að Ingibjörg Sólrún er ekki upp á marga fiska, dætur mínar mundu kalla hana aumingja með hor í augunum. Hún er mikil kanasleikja eins og allir Kratar eru. Annar bloggari sagði að hún væri "Davíð Oddson með píku", sem hittir alveg í mark.
Ekki er hægt að hafa samband við hana gegnum bloggsíðu til að benda henni á villu síns vegar, því að hún hefur læst blogginu fyrir öllum öðrum en jásystrum sínum. Ég geri ráð fyrir að annar stjórnmálamaður, sem heldur ekki þolir andmæli, Davíð Oddsson, hafi líka læst sinni.
Vendetta, 25.12.2007 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.