Hf. Eimskipafélag Íslands

EimskipÓskabarn þjóðarinnar hefur tekið við nýjasta skipi sínu og ber að fagna því. Það er greinilegt að áður en félagið var stofnað, gengu/riðu menn um sveitir og bæji landsins og báðu fólk um að kaupa hlut í félaginu, fyrir þá litlu aura sem það átti. Þjóðin full af sama anda og Ungmennafélög standa fyrir eignaðist því sitt skipafélag sem varð um leið tákn sjálfstæðis.

Eitthvað hefur nú þessi andi gleymst er árin liðu. Félagið lagði stofnmerki sitt niður og núna er félagið farið að nefna skip sín eftir útlenskum fossum. Homfoss er nefndur eftir fossi við landamæri Noregs og ku skipið sigla þangað. Það er eins gott að skipið átti ekki að sigla til Hollands eða Danmörku, því ekki er mikið um fossa þar.

Sárt samt til þess að vita að stjórnendur Eimskipafélagsins eru búnir að gleyma uppruna sínum. Rætur félagsins liggja um strendur og sveitir Íslands.


mbl.is Eimskip í Noregi fær nýtt frystiskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband