11.12.2007 | 20:49
Ísland úr OTAN og herinn burt.
Ekki leið vika frá því að síðasti Kaninn yfirgaf landið þangað til Rússarnir fóru að venja komu sína við strendur landsins.
En hvað heyrist í herstöðvarandstæðingum og Steingrími J? -ekki hef ég heyrt múkk í þeim. Það er kannski ekki sama hvort herinn kemur úr austri eða vestri, amk er það svo í þeirra augum.
Rússaflotinn er ekki nein varðskip að stærð og eru ekki knúin áfram af lofti einu saman. Tilvist þessa flota sannar það enn og aftur að Íslendingar þufa að taka þessi mál fastari tökum en þeir gera í dag. Það þarf að efla Landhelgisgæsluna af tækjum og mannskap. Það þarf að setja upp alvöru loftvarnakerfi hér á landi. "Ground to Air og Ground to sea" Gæslan þarf varðskip í freigátuklassa og ættu Íslendingar að hafa amk eitt skip í fastaflota NATO, amk meðan við erum að læra að sigla í hóp.
Svo legg ég til að það verði fækkað vel í starfsliði Rússneska sendiráðsins hér á landi. Ekki ætti vera þörf fyrir allt þetta starfsfólk eftir að við hættum að selja þeim úldna gaffalbita og við hættu að kaupa af þeim gallaðar Lödur.
![]() |
Rússar á heræfingu í Norðursjó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.