Hvað með kostnað ökumanna?

Maður getur ekki annað en fagnað þessari niðurstöðu hjá Umhverfisráði Reykjavíkurborgar. Vona bara að kostnaður íbúa verði tekinn með en ekki bara kostnaður borgarinnar.  T.d er tjöruþvottur ekki gefins, svo að maður tali ekki um aukið steinkast sem veldur tjóni á lakki og bifreiðum.  Það vill svo til að kostnaður íbúa gleymist þegar talað er um samfélagslegan kostnað.
mbl.is Samfélagslegur kostnaður nagladekkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Það vill svo til að kostnaður íbúa gleymist þegar talað er um samfélagslegan kostnað."

?

Það er verið að tala um kostnað íbúa landsins þegar það er verið að tala um samfélagslegan kostnað..

Taka þarf gjald upp á nöglum sem notaðir eru í að negla dekk til að bæta upp þennan samfélagslega kostnað, t.d. með aukinni skattlagningu.

Jónas (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 20:45

2 Smámynd: Haffi

Jónas ég efast um það, það sem gerist er að tekinn er saman kostnaður sem bæjarfélagið/borgin verður fyrir.  Geri ekki ráð fyrir því að þú verður spurður að því hvursu oft þú tjöruþvoðir bílinn þinn í vetur eða hvað margar rispur komu á hann eftir steina sem naglarnir narta uppúr malbikinu. Þannig rannsókn væri of flókin..og tölurnar sýndu of mikinn kostnað.

Haffi, 11.12.2007 kl. 20:53

3 identicon

Tja, hugmyndin bakvið "samfélagslegan" kostnað er að þetta verð sem sett er á kostnaðinn, ef svo má að orði komast, á að bæta upp fyrir þau áhrif sem samfélagið verður fyrir af nöglunum í þessu tilviki..

Jónas (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 20:55

4 Smámynd: Haffi

Jónas -ég vona það amk, þar sem ég þarf að tjöruþvo minn bíl daglega og bóna hann vikulega.  Veit ekki um þig eða aðra.

Haffi, 11.12.2007 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband