10.12.2007 | 19:24
Nagladekk
Þegar maður er á röltinu upp og niður Laugaveg, þá er varla hægt að hugsa fyrir hávaða í naglaglamri. Þessir 38% ökumanna eiga auðvita að greiða sérstakan skatt til samfélagsins fyrir að aka um á nöglum.
En ef sérstakur naglaskattur verður settur á, þá hækkar íbúðarverð líka, -skondið! En þannig er að í tollskrá er enginn munur á nöglum, hvort sem það eru hefðbundnir naglar(saumur) eða naglar undir hjólbarða. Þessu þarf auðvita að breyta.
Naglamenn segja að aukið öryggi er í því að nota nagla og benda á misrétti gagnvart landsbyggðafólki sem þurfa aka um á nöglum og því væri ekki rétt að leggja skatt á nagladekk. Ég bendi á að bifreiðar með því fleiri loftpúðum eru því dýrari. Samt er enginn afsláttur veittur.
Naglar eru skaðræðishlutir í umferðinni í Reykjavík. Tætandi niður göturnar þannig að gangandi eru í líkamlegri hættu.
Nær væri að bílstjórar noti vetradekk, ekki heilsársdekk heldur alvöru vetrardekk án nagla
![]() |
38% bifreiða á negldum hjólbörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þú getur ekki reynt að bera saman aðstæður á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni.
og tengingin við loftbpúðana er hver? engin?
en ég sé ekki ástæðu fyrir að ég borgi meira fyrir að keyra á nagladekkjunum þar sem að naglarnir á bílnum mínum koma eiginlega aldrei við malbik. það er auðvita öðruvísi í borginni.
en þú nátturlega gerir ráð fyrir að allt sé eins og í rvk ;)
Jón Ingi (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 20:29
Þannig er að helmingur þjóðarinnar býr á höfuðborgarsvæðinu, þar sem varla festir snjó. Varðandi loftpúðana þá eru það rök fyirr landsbyggðina að naglaskattur sé aukin útgjöld fyrir þá en ekki fyrir íbúa í Rvk en ekki hægt að aka á öðru en nöglum útá landi. Betri útbúnir bílar kosta meira og koma því fleiri krónur í kassann hjá ríkinu.
Ef þetta er þín skoðun að naglarnir koma aldrei við malbikið og þu þurfir ekki að borga meira útaf því. þá eru það rök, af hverju ætti ég að borga fyrir að malbika vegi sem þu ekur á, þar sem ég er aldrei þar? En ég ætla ekki að koma með það andsvar. Bifreiðarnar 62% sem voru á nöglum í Rvk, voru varla bændur (utanbæjarfólk) í bæjarferð. Þannig að vonandi næst naglanotkun niður undir 10% í Rvk.
Haffi, 10.12.2007 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.