8.12.2007 | 12:04
Marklaust farbann
Það hefur sýnt sig að þetta svokallaða farbann er frekar huglægt en virkilegt farbann. Ef aðili sem settur er í farbann vill fara úr landi, þá gerir hann það. Það væri alveg eins hægt að setja fólk í Bónus-bann, það er ekki hægt að fylgjast með því hvort það sé brotið eða ei.
Hægt að er nefna dæmi um mann sem sætti farbanni, svo fréttist af honum í Frakklandi en þá hafði hann "húkkað" far með skútu í Reykjavíkurhöfn. Greinilega lítið mál að munstra sig um borð og sigla heim á leið.
Meintur nauðgari frá Pollandi, sem sætti farbanni komst heim, þar sem láðst hafði að segja löggunni á Keflavíkurflugvelli frá þvi. Samvinna lögrelguembættana eru ekki meiri en svo árið 2007.
Væri ekki bara best að setja farbannfólkið á vist á einhverri eyju. Það er hægt að nefna sem dæmi Hrísey, Grímsey, Flatey. Þar er fátt fólk og hægt að fylgjast með þessum meintum ódæmdum brotamönnum. (og btw konur eru líka menn) Jafnve hægt að koma því í vinnu, þannig það amk borgar fyrir vist sína, í stað þess að það lendi á skattgreiðendum þessa lands.
Þetta er atvinnuskapandi og ódýr aðferð. Það reyndar versta við þessa aðferð er að draumur öfga- og drykkjumannsins Zirinovsky að gera Ísland að Rússenskri fanganýlendu er um það bil að rætast. Ísland er að breytast í sorpkistu fyrir fyrrum A-Evrópuþjóðir.
Það er svo sannarlega kominn tími til fyrir Íslendinga, sem eina eyðþjóðin í Evrópu í Schengen að hætta því samstarfi og fá aftur fullt yfirráð og eftirlit með sinni landhelgi.
Svo sýna dæmin að það er ekki heldur hægt að banna fólki að koma aftur til landsins eftir dóm. Landið er greinilega galopið fyrir ruslaralýð Evrópu.
![]() |
Reyndu að flýja land |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Setjum þá út í Papey- Þar verða þeir engum til miska!
Guðrún Magnea Helgadóttir, 8.12.2007 kl. 17:15
Þar sem ekki er búið þar í dag, vildi ekki nefna þá paradís
Haffi, 8.12.2007 kl. 19:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.