6.12.2007 | 23:32
Department of Homeland Security
Atli er kominn með vöktun hjá Homeland Security, næst þegar hann ætlar að fara til USA, þá má hann búast við því að verða stoppaður, strippaður og sendur heim með næstu vél með gistingu í jailinu.
Fyrir nokkru var fyriirspurn á þingi um þetta. Þetta er enn ein sönnun þess að stjórnvöld eru með beinan aðgang að yfirvaldinu hér á landi. Valdstjórnin á Íslandi er fjarstýrð frá USA, ef þess þarf. Reyndar er valdstjórnin líka stýrt af stjórnvöldum í Kína, amk þegar þeirra æðstu-strumpar eru hér á landi í óþökk þjóðarinnar.
En þetta vald er ekki gagnkvæmt. Undrast t.d það að það sé hægt að birta Ólafi Ragnari morðhótun á heimasíðu sem er vistuð í Bandaríkjunum og undir stjórn hægri ofstækismanns. Af hverju gera stjórnvöld hér á landi ekkert í því máli? Ég telst ekki á bandi Ólafs Ragnars en aldrei myndi ég hota honum illu. Því ég veit að það er ekki honum að kenna að hann er eins og hann er, því öll erum við af Guði gerð.
Atli fær plús í kladdann hjá mér, ætti kannski að segja fólki frá þessu númeri, þannig að fleriri panti viðtal við Brúsk, það væri kannski hægt að tala hann til í hinum ýmsu málefnum. T.d hlýnun jarðar, Ísrael vs. Palestína. og etc.
![]() |
Skagapiltur pantaði viðtal við Bush |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bravó, bravó!
Ætli það sé ekki lýsandi fyrir þetta blessaða moggabloggs batterí að þú nenntir ekki einu sinni að hafa það á hreinu hvað drengurinn heitir sem þú ert að hrósa.
Hann heitir Vífill Atlason. En það skipti þig að sjálfsögðu ekki máli í ljósi þess að þú varst í raun ekki að blogga um fréttina heldur að nýta tækifærið til að æla útúr þér samsæriskenninga rusli í formi moggabloggs.
Hlynur (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 00:42
Það mætti halda að þú værir skyldur Bush Hlynur minn.
Samt góður punktur með nafnavitleysuna. Passa svona hluti Haffi.
Gissur Örn (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 03:02
Nafnaruglingurinn var notaður til að vernda strákinn, því ekki vildi ég að þeir í USA, googla þetta úr mér. Þá fer ég kannski lika á listann hjá Homeland Security. -eða þannig
Annars btw, var kominn háttatími á mig þegar ég bloggaði þetta, þannig að ég afsaka mig með þreytu.
Haffi, 7.12.2007 kl. 07:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.