Sunnudagurinn 2. desember 2007

LexusSunnudaginn sl. fór ég á tónleika í boði Lexus-umboðsins í Háskólabíó, ég ásamt fullu bíói hlustaði á Cortes fjölskylduna spila og syngja.  Reyndar sannaðist það enn og aftur að Háskólabíó eins og nafnið bendir til er ekki hannað fyrir tónleika, þannig að sjarmörinn Garðar, náði ekki að þenja rödd sína til aftasta bekk.  En það var ekki honum að kenna.

Reyndar þá fannst mér systir hans syngja bara betra en hann, samt hefur hún eitthvað staðið í skugganum á honum eða er bara ekki með eins góðan umboðsmann eins og hann.

þennan sama sunnudag kláraði ég lika að "setja upp jólin" hjá mér, þeas koma jólatrénu (jólaplastinu) á sinn stað og núna lýsir jólasérían hjá mér dag og nótt og mun gera það ef Guð lofar til 6. jan á næsta ári.

Svo eru það bara blessaðar jólagjafirnar, sem ég reyni að hafa sem ódýrastar, því ég hef ekki áhuga á því að þóknast kaupmönnum þessa lands og versla við þá fyrir jól...þegar ég veit að sama vara er seld á 70% afslætti strax eftir áramót.

Maður veltir því fyrir sér hvort maður ætti ekki að fara í Rússnesku-rétttrúnaðarkirkjuna, þar sem þeirra jóladagur er 6. janúar (ef ég man rétt úr kristinfræðinni í skólanum).

Svo ykkar að vita, ég óska ekki eftir GPS staðsetningartæki, þar sem ég rata heim til mín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

var búinn að pakka því inn. hélt þú vildir hafa græjuna í bilnum kannski. en þá fær bara einhver annar hina stöðluðu jólagjöf og ég spara pening.

en sendi örugglega jólakveðju, á blogginu sko. ef ég man.

arnar valgeirsson, 5.12.2007 kl. 00:18

2 Smámynd: Haffi

Er sáttur við kerti og spil.

Haffi, 5.12.2007 kl. 05:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband