3.12.2007 | 19:47
Hvenær mun þetta gerast á Íslandi?
Þannig er staðan í dag að ekki má lengur kenna kristinfræði/trúarfræði í skólum landsins. Þar sem það skaðar börn sem eru í minnihluta. Þannig það á við hér á landi eins og í öðrum löndum múslima að ekki er lengur hægt að nefna bangsann sinn Múhameð.
Reyndar vissi ég ekki að hægt væri að skíra bangsa(tuskudýr), þar sem skírn er eitthvað sem prestur framkvæmir og er kristin aðferð. En aumingja bangsinn var nefndur nafni af börnum skólans þannig að kennslukonan er saklaust fórnarlamb.
Það er hörð krafa frá múslimum hér á landi að fá hitt og þetta, á sama tíma er ekki ein einasta kirkja í t.d Saudi-Arabíu, því það er bannað. Ekki sami hugsunarháttur þar eins og krafist er af löndum í Evrópu.
Það væri gaman að fá að spyrja talsmann múslima hér á landi hvað hann ætlar að gera ef einhver úr hans röðum tekur kristna trú, því sá aðili ku vera samkvæmt Kóranum, réttdræpur af öðurum múslimum. Er talsmaður múslima tilbúinn að standa og hvetja til þess?
![]() |
Breska kennslukonan á heimleið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kynntu þér aðeins staðreyndir áður en þú ferð að blogga. Enginn vill banna kristinfræðikennslu. kíktu á www.sidmennt.is ég reikna með að þú sért að gera þeim upp skoðanir.
Hvað varðar kirkjur í Saudi-Aabiu, veit ég ekki, en mér finnst að við eigum að bera okkur saman við siðræn ríki, þó að mér finnist við stundum ekki vera mikið betri en múslimalöndin, en á öllum norðurlöndunum nema Íslandi er tekið tillit til trúarbragða fleiri en meirihlutans og eru þar allstaðar til Moske
Ásta Kristín Norrman, 3.12.2007 kl. 20:26
Er Saudi-Arabía ekki siðrænt ríki? -hvað er hægt að kalla það þá?
Haffi, 3.12.2007 kl. 20:47
Það má benda á að þeir sem hvað harðast beittu sér fyrir lausn Gillian eru múslimar, t.d. í Bretlandi. Öll stærstu samtök múslima hér fordæmdu dóminn og kölluðu (réttilega) skrípaleik.
Hatur í garð trúskiptinga er sorglegt og finnst í mörgum ríkjum, en hér í Evrópu hafa múslimar víða haft farsælt samstarf við önnur trúfélög við að tryggja friðhelgi þeirra sem vilja skipta milli trúarbragða - í hvaða átt sem er.
Varðandi kirkjur, þá blómstra þær víða í ríkjum múslima - annars staðar ekki. Þar sem þær blómstra ekki, ráða ríkjum fordómafullir öfgamenn með lítið umburðarlyndi og enga víðsýni.
Sömu "eiginleika" má víða finna í pistlinum þínum.
Hvað stöðvar þig annars í að spyrja talsmenn múslima á Íslandi spurninga? Ég efast ekki um að þér yrði vel tekið.
Baldur McQueen (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.