2.12.2007 | 09:49
Var spurt um sterkt vín?
Gaman væri að vita afstöðu fólks ef spurt væri hvort það væri hlynnt eða andvígt því að selja sterkt áfengi í matvörubúðum. Því það er alveg augljóst að ef áfengi fer í sölu í matvörubúðum, þá fylgir sterkt vín með stuttu síðar, þó svo það sé ekki talað um það í frumvarpi Sigurðar Kára í dag, það kemur samt síðar. Það er nefnilega draumur Sigurðar Kára að leggja Vínbúðina (ATVR) niður og færa alla þá verslun til matvörukaupmanna.
Hvernig gekk annars hjá verslunarmönnum að lækka matvöruverð þegar ríkið lækkaði virðisaukaskattinn? Það gekk virkilega illa, það er nefnilega svo að kaupmaðurinn hirðir hagnaðinn en neytandinn situr uppi með sárt ennið.
![]() |
Þjóðin klofin í afstöðu til sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Úr fréttinni:
"Andstaða við sölu á sterku víni í matvöruverslunum er mikil en einungis um 16% þjóðarinnar eru henni hlynnt og 79% andvíg. Er það svipað hlutfall og mældist í könnun Gallup frá 2005."
Af hverju heldur þú samt að sterkt vín fari í verslanir? Það gæti farið í sérstakar áfengisverslanir eins og það er hérna í Hollandi -- þú færð ekkert sterkara en vín úti í venjulegri verslun.
Ómar (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 10:05
Mér finnst svolítið eins og þú hafir ekki lesið greinina alla leið áður en þú bloggaðir.
Það ER einmitt talað um mikla andstöðu við sterkt vín í búðir.
Fyrir mitt leiti þá er ekkert að því að loka þessari einokunar búllu (ÁTVR) og losa um hömlulausa skattheimtu á því sem í flestum vestrænum (vitrænum) löndum er kallað landbúnaðarvara.
Kv EJE
Eggert J. Eiríksson, 2.12.2007 kl. 10:07
Ómar og EJE, það er rétt, yfirsást línuna þar talað var um sterka vínið. -greinilega ekki verið nægilega vel vaknaður er ég bloggaði þetta. ;) (eða las greinina)
Þannig byrjar þetta, fyrst er sett milt áfengi í matvörubúðir, svo kemur krafan um að setja allt áfengi á sama stað enda þá svo óhagkvæmt að reka tvær tegundir af áfengisbúðum. Þetta er aðferðin sem notuð er hér á landi.
Haffi, 2.12.2007 kl. 11:10
Eigum við ekki bara að rífast um sterkt vín í verslunum þegar það verður stungið upp á því? Eins og er, þá er yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar andvígur því og reyndar þingmanna líka. Ef það breytist í kjölfar þess að bjór og léttvín verða selt í búðum, þá væri það væntanlega vegna þess að menn væru farnir að sjá að þessar dómsdagsspár bara einfaldlega stemmuðu ekki.
Og dæmi þitt með virðisaukaskattinn um daginn er valid punktur, en þó var það sett vegna þess að menn höfðu reynsluna af því að það virkaði að lækka svona skatta. Það gerðist ekki þarna, enda varð allt vitlaust, þar á meðal Geir H. Haarde, þetta algera ljúfmenni. Dæmið, þó það sé gott og gilt, er því undantekning, ekki reglan.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 13:00
Stórkaupmenn benda á að álagning ÁTVR sé mjög lítil og sérverslunum verði ekki stætt á rekstri með svo lítilli álagningu. Því muni áfengisverð hækka ef áfengisgjöld verði ekki lækkuð. Segja stókaupmenn að Íslendingar eigi heimsmetið í áfengisgjöldum.
Stórkaupmenn vilja enn fremur að áfengisfrumvarpið nái til allra áfengistegunda, ekki bara bjórs og léttvíns, annars sé hætta á fjölda kærumála vegna röskunar á samkeppni. Þá vilja stórkaupmenn að aðlögunartími frumvarpsins sé að minnsta kosti eitt ár í ljós þess að ríkið hafi selt áfengi síðustu 85 ár.
Enn fremur segja þeir að breyta verði lögum um áfengisauglýsingar ef sala áfengis verði leyfð á opnum markaði. Þörf sé á skýrum lögum sem ekki bjóði upp á að fram hjá þeim sé farið.
Segir Félag íslenskra stórkaupmanna að ef breytingar verði á lögum muni félagið leggja áherslu á að fyrirtæki innan greinarinnar setji sér siðareglur um áfengisauglýsingar. Enn fremur leggur FÍS til að allt forvarnarstarf verði aukið verulega frá því sem nú er.
Grímur Kjartansson, 2.12.2007 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.