2.12.2007 | 09:38
Fyrirgreiðslupólitík
Enn og aftur virðist sem byggingarfulltrúinn í Reykjavík, hann Magnús Sædal Svavarsson, sé að vinna fyrir aðra en íbúa borgarinnar. Alltaf er þessi aðili nefndur á nafn þegar upp koma stjórnsýslubrestir í framkvæmdum í borginni.
Hvað er svo gert? -ekkert, maðurinn fær að halda störfum eins og ekkert sé en borgarbúar þurfa að borga brúsann með misheppnuðu skipulagi og misheppnuðum byggingum.
Best væri að Magnús segði upp störfum, hann gæti t.d sótt um starf í Kópavogi, þar sem fyrirgreiðslupólitík ríkir en ekki ætti að bíða og vonast eftir því, þannig að X-listinn ætti að leggja niður þessa stjórnsýslu eða biðja manninn að mæta ekki aftur á skrifstofu sína.
Ég get nefnt mjölmörg dæmi um spillingu hans, þar sem hann er að vinna fyrir auðmennina og hunsar öll stjórnsýsluákvæði. Ofarlega í huga mínum eru t.d nokkrar hótelbyggingar hér í borg, sumar byggðar en amk ein af þeim óbyggð. Nýbyggingar sem halda ekki vatni, samt hefur byggingarfulltrúinn samþykkt þær. Þannig fólk vill maður ekki hafa í stjórnsýslunni.
En þar sem ekki er ætlunin að sverta mannorð hans hér, þá sleppi ég því algerlega að nefna einhver dæmi.
Svo að lokum, þá kallar borgin þetta "uppbyggingu í miðborginni" -þetta er frekar hryðjuverk í miðborginni
![]() |
Eins og bændur hefðu gert í gamla daga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Ofarlega í huga mínum eru t.d nokkrar hótelbyggingar hér í borg, sumar byggðar en amk ein af þeim óbyggð."
Sæll haffi og takk fyrir þetta innlegg, ég hef áhuga á að vita hvaða óbyggða hótel þú ert með í huga. Hafðu samband við mig í gegnum netpóst.
Einn voða forvitinn (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.