Netlöggan...

Netlöggan...Ekki veit ég hvernig þessi sía virkar, kannski virkar hún eins og Kvikmyndaeftirlitíð þarna um árið. Þá voru sérvaldir einstaklingar notaðir til að dæma hvort mynd væri hæf til sýningar fyrir Íslenskan lýð og hvort hún væri bönnuð innan ákveðins aldurns, nema í fylgd follorðna. (sem ég skildi reyndar aldrei) Hugsanlega verður fjölgað í embætti ríkislögreglustjóra, þá fólk sem horfir á allar þær myndir sem streyma um netlagnir landsmanna og hafa rauðan hnapp sér við hlið, merktan "eyða"

Annars er þetta bara eins og í bókinni 1984, e. G. Orwell, um stóra bróðir og hans alsjáandi auga.

Hvað ætli komi næst?

Því það kemur eitthvað næst, sá iðnaður sem blómstrar mest hér á landi á eftir áliðnaðinum er eftirlitsiðnaðurinn.  Það þarf að hafa eftirlit með öllu, svo þarf auðvita að hafa eftirlit með eftirlitinu.

Ef netið er svo hættulegt, þá ætti bara að bannað það yngri en eitthvað.  Eitthvað rámar manni svo í síuvandamál sem áttu sér í stað í grunnskólum landsins, þar sem krakkarnir gátu ekki leitað að saklausu efni, þar sem sían gerði ekki mun á orði og klámorði., sbr. sex.

 

þessi grein samþ. af netlöggunni *stimpill*


mbl.is Unnið við að setja upp síur fyrir myndefni á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Gunnar Guðmundsson

sjáðu hvað ég skrifa um þetta, held það svari eitthverju sem þú ert að spá í.

 Annars verður þetta sennilega mestallt unnið í Noregi og uppfærður gangabanki stafrænna auðkenna sendur hingað reglulega fyrir Íslensku ritskoðunar síuna.

Kristján Gunnar Guðmundsson, 30.11.2007 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband