27.11.2007 | 23:08
Hvar er lögreglan og hvar eru stöðuverðirnir núna?
Fór að brenna lýsi í kvöld og gekk um miðbæinn minn, þegar ég geng svo við Austurvöll þeas Thorvaldsensstræti og Vallarstræti, sem eru bæði göngugötur, þeas ætlað gangandi fólki og kaffihúsafólki. (ásamt drykkjufólki dags og nætur), þá var ekki þverfótað þar fyrir bílum, taldi 14 bíla, lagða í þessum götum, samt er allur akstur bannaður þar. Því spyr ég, hvar er löggan og hvar eru starfsmenn Bílastæðissjóðs? Er ok að brjóta umferðarlög á kvöldin hér í borg?
Það vantar ekki myndavélarnar á þessu svæði, þannig að lögreglan getur ekki notað það sem afsökun.
Þetta er auðvita algjört virðingaleysi fyrir lögum og ekki í fyrsta sinn. Kem hérna með eitt dæmi sem manni blöskraði illilega frá því í sumar eða nánar tiltekið föstudaginn 27. júlí, kl. 16:43. Þá var bifreiðinni OX 930, sem er frá Íslenska gámafélaginu ekið á göngustíg framhjá sitjandi fólki og börnum að leik, yfir blómabeð og framhjá styttunni af Jóni forseta.
Sé þetta heimilað samkvæmt þjónustusamningi við borgina, þá er þetta amk pottþétt ekki heimilað samkvæmt umferðarlögum. En kannski verður maður að fyrirgefa þeim þetta, það voru nefnilega útlendingar að keyra og það eru kannski öðurvísi umferðarlög í þeirra heimalandi. -Ísland er nefnilega fjölmenningarsamfélag.
Athugasemdir
Hvað á maður að segja.....
The baristas, 27.11.2007 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.