27.11.2007 | 08:21
Flagð undir fögru skinni
Ekki það að maður sér sérfróður um fegurðarsamkeppnir kvenna -eða karla. Þá verð ég að segja að það sé soldið furðulegt að ungfrú Rivera, getur tekið þátt í keppninni ár eftir ár. Ísland ætti því kannski að senda aftur Unni Birnu eða bara hana Hófí.
Annars sannaði þetta piparúðadæmi eðli kvennfólks. Því konur eru konum verstar. Í stað þess að hunsa keppnina og mótmæla með því nærveru ungfrú Rivera, þá ákváðu þær að leggja stein í götu hennar.
Sú aðferð er reyndar ekkert nýtt í þessum heimi, í heimi þar sem konur eru alltaf að gera litið úr körlum og segja að ástæða þess að þær séu ekki eins vel borgaðar í vinnu, þær fá ekki bestu stöður yfirmanna og bara eru skörinni lægri en karlmenn. -Allt þetta er karlmönnum að kenna.
Ég spyr, á móti, getur ekki verið að þetta sé þeim sjálfum að kenna? Þar sem þær eru alltaf í innri baráttu milli kynsystra sinna og eyða tíma í að eyðileggja fyrir hverri annarri, það sé ástæða þess að þær fá ekki bestu stöðurnar og feitasta launaseðilinn?
Veit að engin kona mun samþykkja þetta, nema þó kannski þær sem geta horft út fyrir "boxið"
![]() |
Fegurðardrottning stóð af sér úðaárásir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skemmtileg pæling hjá þér - það vill svo til að ég er kvk og er sammála. Konur geta í mörgum tilfellum kennt kynsystrum sínum um þetta ójafnrétti. Ég held við höfum margar lent í því að aðrar konur reyni að draga okkur niður. Þó er ég nú viss um að það séu líka til dæmi um að karlmenn geri hið sama.
Tigi (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 10:42
Tigi, gott að heyra að það eru til kvennfólk sem sér þetta líka. En varðandi samkeppni milli karlmanna, þá held ég frekar að hún sé sem metingur, sbr. hver er á stærsta bílnum. í stað þess að rakka niður bíl vinar, þá reyna karlmenn frekar að gera enn betur. -þarna er komin ástæða þess að svona margir eru á jeppum hér á landi.
Haffi, 28.11.2007 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.