22.11.2007 | 23:12
Gaddafi
Þegar maður var að slíta sínum sokkabandsárum, þá var Gaddafi með þeim hættulegri í heimi hér, ásamt Sjakalanum, svonefnda, núna er Sjakalinn, kominn undir lás og slá í Frakklandi..en það er annað farið með Gaddafi.
Hann var algerlega einangraður fram samfélagi síðmenntaðra þjóða í mörg ár..en ekki lengur, í dag fær hann að setja upp sitt bedúinatjald (samt ku hann ekki sjálfur vera bedúíni) ásamt sinni úlfaldahjörð. Meina hvaða kröfur koma næst...100 tonn af sandi úr Sahara?
Sumir segja að menn mildast með árunum...en ég held frekar að Gaddafí sé svona eins og Björn Ingi og framsókn...svikull og býður eftir tækifærinu.
![]() |
Gaddafi vill bedúínatjald í Frakklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.