Í tilefni dagsins, degi íslenskrar tungu

Jonas HallgrimssonÞú ku vera best að leyfa einu ljóði komast að.  Ljóð eftir ekki ómerkari mann en Þórberg Þórðarson, þar sem hann yrkir um Seltjarnarnesis en þar eins og allir vita búa flestir landsmenn.

Seltjarnarnesið


Seltjarnarnesið er lítið og lágt.
Lifa þar fáir og hugsa smátt.
Aldrei líta þeir sumar né sól.
Sál þeirra’ er blind einsog klerkur á stól.

Konurnar skvetta úr koppum á tún.
Karlarnir vinda segl við hún.
Draga þeir marhnút í drenginn sinn.
Duus kaupir af þeim málfiskinn.

Kofarnir ramba þar einn og einn.
Ósköp leiðist mér þá að sjá.
Prestkona fæddist í holtinu hér.
Hún giftist manni, sem hlær að mér.

Já, Seltjarnarnesið er lítið og lágt.
Lifa þar fáir og hugsa smátt.
Á kvöldin heyrast þar kynjahljóð.
Komið þér sælar, jómfrú góð!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband