12.11.2007 | 09:12
Undarleg rannsókn þetta..
Varð strax hugsað til rannsóknar sem gerð var á flugum fyrir nokkrum árum. Hópur sérfræðinga á ýmsum sviðum voru að rannsaka flugur og þeirra atferli. Þeir slitu eina löpp af flugunni og sögðu henni að hoppa og hún hoppaði, svo tóku þeir aðra löpp af flugunni og sögðu henni að hoppa og hún hoppaði, svo þegar síðasa löppin var tekin af flugunni, þá hoppaði hún ekki er þeir sögðu henni að hoppa.
Niðurstaðan af þessu öllu var sú að ef maður tekur allar fætur af flugu, þá verður hún heyrnalaus.
![]() |
Færri konur - lægra fasteignaverð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
manni finnst eins og þeir hafi misst af aðalatriðinu - færri konur þýðir sennilega færri fjölskyldur með börn eða meira af einhleypum aðkomumönnum.
Þetta ætti að valda minni efturspurn eftir stærra húsnæði, sem aftur ætti að þrýsta verðinu niður.
Ætli hann hafi fengið styrk til að gera þessa rannsókn?
Púkinn, 12.11.2007 kl. 10:28
...eins og í Kína á þeim svæðum þar sem varla konu er að sjá!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.11.2007 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.