11.11.2007 | 20:16
SPRON örlátir..eða hittó
Það er nú meira hvað SPRON er örlátur þessa dagana, að gefa 300 kr. í aukavexti til áramóta. Hvað ætli maður fái fyrir 300 kr. í dag? Hmm..eina ferð í strætó. Amk verslarðu ekki mikið í körfu, hjá hinu svíninu, þeas Bónus.
Þetta með 15% hljómar eins og gullmoli en í raun er þetta eins og kauphækkanir hjá almennum launamanni. Skiptir engu, þar sem launin eru hvort sem er svo lág og til skammar.
Legg frekar til að fólk passi sitt fé og glepjist ekki af tilboðum sem eru í raun hvorki fugl né fiskur.
Þessi auglýsingaherferð sparisjóðsins sýnir frekar hvað sjóðirinn vantar mikið fjármagn. Það mætti túlka það svo að Spron vantar aukin innlán til að standa undir útlánum. Amk sýnir gjaldskráin það hjá þeim, að rukka heilar 13 krónur fyrir hverja debetkortafærslu er ekkert annað en rán. Meira að segja Kaupþing sem telst ekki vinsælasti banki landsmanna, samkvæmt síðustu könnun rukkar 6 til 12 krónur fyrir hverja færslu, nema hún sé gefins auðvita.
![]() |
300 króna vaxtaauki af 100 þúsund krónum hjá SPRON |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.