11.11.2007 | 18:01
Schengen samstarfið...rugl
Þegar maður skoðar þetta kort af þeim löndum sem eru í Schengen samstarfinu þá skilur maður ekki eitt. Það er af hverju er Ísland eina eyríkið sem er búið að taka upp Schengen samstarfið? Írland og Bretland hafa ekki gengið í Schengen-samstarfið og sjá sér greinilega meiri hag í því að vera fyrir utan það en að vera í því. Þessi ríki eru langtum stærri og voldugri en litla Ísland.
Hvaða hag hafa Íslendingar af því að vera í Schengen? -jú, við eigum ekki að þurfa að sýna vegabréfið okkar þegar við förum til þessara landa! -döö! Ég hef alltaf verið beðinn um það þegar maður fer um borð í flugvél. Færi reyndar ekki út án þess. Schengen lönd hafa sama aðgang að gagnabanka varðandi óæskilega einstaklinga.
Hverjir eru svo ókostirnir af Schengen? Það kostar mikla mikla peninga, bara að þurfa breyta/stækka flugstöðina í Keflavík, hefur kostað milljarða. Frjálst óheft flæði fólk til landsins hefur skapað mikið vandamál, sbr. skipulögð glæpastarfsemi. Ekki er lengur vitað hverjir koma til landsins.
Frekar vill ég því vera fyrir utan Schengen, það er ódýrari fyrir þjóðina og betra. Bretar og Írar sáu það, afhverju ekki Íslendingar..nei úps..stjórnvöld á Íslandi!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.