10.11.2007 | 21:53
Fordómafull þjóð...
Sumir hérna í bloggheimi telja Íslendinga fordómafulla og fullir af hatri í garð útlendinga en við höfum samt ekki hverfi af gyðingum eða öðrum trúarbrögðum, jafnvel blokkirnir í fellunum falla ekki undir það.
Ekki ganga Íslendingar um í hópum og berja mann og annan bara af því hvaða trú hann aðhyllist. (Landinn á þó til að gera það undir áhrifum áfengis/lyfja)
Ætla svo sannarlega að vona að svona verði Ísland ekki eftir nokkur ár. Samt eitt undarlegt, gyðingar voru færðir í lokuð gettó, skipulega var reynt að eyða þeim. Svo núna ca hálfri öld siðar, þá eru þeir sjálfir komnir í hlutverk böðulsins, með því að loka Palestínumenn inni með margra metra múr. Þjóðir heims láta það afskiptalaust. -Ingibjörg Sólrún segir ekki múkk um það.
Björgum Palestínumönnum undan stjórnendum Ísraelsríkis. -sýnum stuðning í orði og borði.
![]() |
80 handteknir í átökum nýnasista og andstæðinga kynþáttafordóma í Prag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við erum aðeins ungbörn í þessu öllu saman, hver veit hver framtíðin er. Hver veit hvað verður eftir 10 ár. Heldur þú að þróunin í þessum málum verði einhvernvegin öðruvísi hér en annarstaðar í heiminum.
Halla Rut , 10.11.2007 kl. 22:28
Halla Rut, ég efast um að þróunin verði eitthvað öðruvísi hér á landi EN ég ætla að vona það svo sannarlega og að Íslenska þjóðin sýni meiri þroska en aðrar þjóðir. Íslendingar eru amk seinþreyttir til ofbeldis og mótmæla, sbr. að mótmæla háu vöruverði eða óréttlæti stjórnvalda.
Haffi, 10.11.2007 kl. 22:57
Þessu er ég sammála maður minn, virkilega sammála.
ViceRoy, 10.11.2007 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.