7.11.2007 | 19:48
Nefndarklíka
Ímynd er ávöxtur virðingar, annars kallast það áróður.
Þarna komust nokkrir aðilar í feitt með því að fá að sitja í þessari nefnd. Stað þess að stjórnmálamenn reyni frekar að vera heiðarlegir og vinna að ímyndinni sem langtímahlut. Ímynd Íslands er að það sé bananalýðveldi..nei fyrirgefið, ætla ekki að dissa þær þjóðir sem rækta banana, Ísland er þorskhausalýðveldi, þar sem klíku-elíta fær allt en við hinir fá það sem fellur af þeirra gnægtarborði. Stjórnmálamenn eru þektir fyrir að spreða almennafé til vina og vandamanna á kostningaári (þeas rétt fyrir kjördag)
Oftar en ekki eru opinberar mannaráðningar, vinagreiði. Farið er í Íslendingabókina í stað þess að lesa CV, þess sem sækir um stöðuna.
Þjóðin þarf að taka til í sínum garði, stað þess að eyða pening í áróður...
![]() |
Forsætisráðherra skipar nefnd um ímynd Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hérna er margt sagt, sem er ekki fullyrt með textanum.
Þykist ég skilja hvað þú meinar.
Spurning vaknar um hvort nefndin muni fjalla um hvernig eigi að bæta ímyndina "per se"- það er að auglýsa nógu andskoti mikið eitthvað sem fær fólk til að hafa aðra skoðun (það ku hafa skammtíma áhrif) eða að koma með tillögur um hvað megi raunverulega bæta í okkar þjóðfélagi til þess að ímynd þess skáni og hvernig. Þetta er rosalegt verkefni hjá nefndinni.
Ello
Ello (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.