24stundir með eiturblöndu fyrir jólin -VARÚÐ

24stundir miðvikudaginn 7. nóvember 2007Dagblaðið 24stundir er með frétt sem ku vera gott ráð til að þrífa fyrir jólin. Meðal annars að þvo sturtuhengi, þar segir í blaðinu að blanda skuli saman bolla af edeki og bolla af klór ásamt hefðbundnum skammti af þvottaefni, setja svo blönduna í þvottavélina.

Það er algjört NO-NO að blanda saman sýru og klór, eru allir búnir að gleyma slysinu í sundlaug fyrir austan, þar sem fyrir mistök var sett sýra í tank sem innihélt klór? Þá mynduðust eyturgufur, þannig að fólk átti fótum sínum fjör að launa.

Aldrei á að blanda klór með öðrum efnum, ef nota á klór þá skal hann bara notaður með mildu vatni, ekki heitu.

Ég ætla bara vona að 24stundir koma með leiðréttingu á þessu.  Annars er hætta á að fólk lifi ekki til jóla...!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband