50 milljónir á dag, alla daga ársins

BankasúpaBlessaðir bankarnir sem eru elskaðir og hataðir af þjóðinni greiða 50milljónir á dag í ríkiskassann, það eru peningar sem allir eru tilbúnir að eyða og nota.  Svo má ekki gleyma því að starfsfólk bankanna greiða svo líka skatta. Þannig að fjármálaumhverfið á Íslandi greiðir svo sannarlega það sem keisaranum ber.

Svo til að kóróna skattgreiðslurnar, þá gefa bankarnir hundruði milljóna króna ár hvert til menningarmála.  Það er hægt að gleðjast yfir þessum skattgreiðslum og það er hægt að gleðjast enn meir yfir því að þetta eru peningar sem koma að stórum hluta ekki frá Íslandi og Íslendingum, heldur frá útlöndum og útlendingum.  Bankarnir voru gefnir á sínum tíma, þeas ríkisstjórn Sjálfstæðis og Framsóknar gáfu bankana fyrir slikk.  Það er reyndar ekki ný bóla hér á landi að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar gefi eigur hennar til vina og vandamanna.  Sumt er gleymt og annað ekki.

Langar að benda á að Ólafur Ragnar, þá fjármálaráðherra, (núna forseti þotuliðsins) gaf Sílvarverksmiðju ríkisins.  Hann fékk reyndar einhverja peninga i kassann en við söluna þá gleymdist að telja til lager fyrirtækisins, þesas mjölið. Þegar það var selt, þá fengu vinir Ólafs kaupverðið til baka, þannig að þeir fengu eignirnar fyrir 0 kr.

Sumt er geymt en ekki gleymt....Angry


mbl.is Bankarnir greiða 18 milljarða króna í skatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæl.

Ekki voru nú bankarnir gefnir meira en svo að mánuðum (árum) saman voru hlutabréfin í þeim til sölu á almennum markaði fyrir hvern sem vildi.  Það sóttust fáir eftir bréfunum, hvorki fjárfestar né almenningur svo nokkru næmi. Samt voru hlutabréfin á sama "gjafverðinu" eins og þú kallar svo. Misminni mig ekki, voru þau meira að segja á lægra verði en þegar þeir voru síðan "gefnir" fyrir meira en þeir höfðu verið boðnir á í kauphöllum.

Gleymum því ekki að almenningur hafði orðið að borga með þessum ríkisbönkum reglulega áður en ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna "gáfu" þá. Sú gjöf kom skattgreiðendum vel. Þeir hættu að borga með þessum fyrirtækjum. Við þeim tóku menn sem höfðu vit á bankarekstri og reka þá svo vel núna að þeir eru að skila kr. 50.000.000, á dag í ríkissjóð eftir því sem bloggsíðueigandinn hérna bendir á. Gjöf sem margborgaði sig má með sanni segja.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.10.2007 kl. 22:43

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Bankarnir voru seldir á sínum tíma, ekki gefnir. Verðmæti þeirra hefur aukist eftir að þeir losnuðu undan ríkisvaldinu, af því að þeir losnuðu undan ríkisvaldinu.

Geir Ágústsson, 4.11.2007 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband