29.10.2007 | 17:51
Bíblían -duldir heimar
Mikið hefur verið rætt um nýjustu 200 milljón króna, þýðinguna á bók allra bóka. Gunnar í Krossinum er alveg hoppandi, þar sem hann þarf að fara læra nýja rullu. Skil hann vel, þar sem hann getur ekki sagt heila málsgrein án þess að þurfa vitna í bókina. En helstu sérfræðingar ku hafa komið að þýðingunni með einum eða öðrum hætti, sumir reyndar vildu ekki vita af verkinu þegar á leið. Eitthvað um að það hafi þurft að sætta hin ýmsu sjónarmið, sem nýtímamaðurinn telur eðlileg en voru ekki eðlileg fyrir tvö þúsund árum. Núna er t.d talað um bræður og systur og svo eru þéringar hættar að mestu.
En það sem ég fór að velta fyrir mér er texti í Gamla testamentinu, sem var ekki breytt og undraðist ég það.
1. Mósebók 3:16
En við konuna sagði hann: Mikla mun ég gjöra þjáningu þína, er þú verður barnshafandi. Með þraut skalt þú börn fæða, og þó hafa löngun til manns þíns, en hann skal drottna yfir þér.
Hvernig stendur á því að kvennakirkjan lætur þetta viðgangast? Ekki gæti ég sætt mig við þetta sem kona. Þetta kallar maður að niðurlægja kvennþjóðina. Svo segir þarna að karlmaðurinn eigi að drottna yfir konunni, hvað segja feministarnir við þessu?
Svo má reyndar benda á eitt í þessu, þar sem Guð boðaði fyrirgefningu og sátt. -Akkurru var hann þá að hefna sín þarna og ekki nóg með að hann var að hefna sín á Evu, heldur líka á saklausum kynsystrum hennar.
Vonandi fæ ég tækifæri til að spyrja meistarann að þessu þegar jarðvist mín endar.
Athugasemdir
Svarið sem þú færð frá honum verður væntanlega.. ekki skrifaði ég þetta eða nokkur á mínum vegum
Gissur Örn (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 19:35
Heyr heyr...
Ef það væri hægt að biðja hann um að taka þessi orð sín til baka - þá myndi ég eiga 4 til viðbótar...hahaha
Linda Lea Bogadóttir, 31.10.2007 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.